Matarmikið brauð með tómötum og rósmarín

Nýbakað brauð með tómötum og rósmarín er alltaf vel þegið.
Nýbakað brauð með tómötum og rósmarín er alltaf vel þegið. mbl.is/femina.dk

Við þurf­um ekki að standa yfir pott­un­um öll kvöld vik­unn­ar og töfra fram alls kyns rétti þegar mat­ar­mikl­ar brauðupp­skrift­ir geta fyllt í skarðið. Þeir sem fá heita máltíð í há­deg­inu ættu að leyfa sér þetta girni­lega brauð í kvöld­mat, fyllt tómöt­um, rós­marín og flögu­salti.

Mat­ar­mikið brauð með tómöt­um og rós­marín

Vista Prenta

Mat­ar­mikið brauð með tómöt­um og rós­marín

  • 6 dl volgt vatn
  • 1 dl hrein jóg­úrt
  • 1 dl ólífu­olía
  • 20 g ger
  • 1 kg hveiti
  • 20 g flögu­salt, og smá auka
  • 8 litl­ir tóm­at­ar
  • 3 rós­marín­grein­ar

Aðferð:

  1. Blandið vatni sam­an við jóg­úrt og ½ dl af ólífu­olíu í skál. Setjið hveiti og salt út í og hnoðið vel sam­an þar til deigið verður slétt.
  2. Látið deigið hef­ast í 3 tíma í hræri­vél­ar­skál­inni með hreint viska­stykki yfir.
  3. Setjið deigið ofan á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og ýtið litl­um hol­um niður í deigið með fingr­un­um.
  4. Skerið tóm­at­ana til helm­inga og dreifið þeim ásamt rósamarín í göt­in og yfir deigið.
  5. Dreypið rest­inni af ólífu­olí­unni yfir deigið og stráið salt­inu yfir. Látið hef­ast í ½ tíma.
  6. Bakið við 220° í 35 mín­út­ur, þar til gyllt.
  7. Látið kólna á rist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert