Barbie fagnar 60 ára afmæli með glæstum kökum

Sextug og stórglæsileg að vanda!
Sextug og stórglæsileg að vanda!

Ein vin­sæl­asta dúkka heims varð sex­tug um helg­ina – og fólk alls staðar í heim­in­um fagnaði með því að baka kök­ur henni til heiðurs. Við erum að tala um hina einu sönnu Barbie sem hef­ur fylgt mörg­um sál­um í gegn­um bernsku­ár­in.

Barbie-kök­urn­ar spruttu upp á In­sta­gram eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn og klárt mál að dúkk­an nýt­ur enn í dag mik­illa vin­sælda, því metnaður­inn við bakst­ur­inn var slík­ur. Ný dúkka var einnig fram­leidd í til­efni dags­ins í sér­stakri heiðursút­gáfu sem safn­ar­ar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Barbie er klædd hvít­um glitrandi kjól með eyrna­lokka og í háum hæl­um. Hárið er ljóst og tekið upp í tagl og minn­ir meira á upp­runa­lega út­lit henn­ar – eins flott og hún get­ur verið miðað við ald­ur. 

Barbie var fagnað með stórglæsilegum kökum sem mátti sjá víða …
Barbie var fagnað með stór­glæsi­leg­um kök­um sem mátti sjá víða á In­sta­gram. mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is/​In­sta­gram
Sérstök afmælisútgáfa af dúkkunni og ekkert til sparað.
Sér­stök af­mæl­isút­gáfa af dúkk­unni og ekk­ert til sparað. mbl.is/​Mattel
Kjóllinn hefur vakið athygli enda dressið í sérstakri afmælisútgáfu.
Kjóll­inn hef­ur vakið at­hygli enda dressið í sér­stakri af­mæl­isút­gáfu. mbl.is/​Mattel
Barbie klikkar ekki á smáatriðunum, háir hælar og eyrnalokkar.
Barbie klikk­ar ekki á smá­atriðunum, háir hæl­ar og eyrna­lokk­ar. mbl.is/​Mattel
mbl.is/​Mattel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert