Ef maður ætlar að fá sér pasta á annað borð er ekki úr vegi að hafa það hinn klassíska carbonara sem fátt fær toppað. Bara beikonið og rjóminn gerir þennan stórkostlega pastarétt að uppáhaldi flestra sælkera.
Þessi uppskrift er úr smiðju Einn, tveir og elda.
Pasta penne carbonara með stökku beikoni og sveppum
fyrir tvo
Aðferð:
1. Hitið vatn í potti að suðu og sjóðið pastað í 15 mínútur eða skv. leiðbeiningum á pakka.
2. Saxið niður lauk og hvítlauk og skerið sveppi og beikon í sneiðar.
3. Hitið 2-3 msk. af olíu á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn, bætið þá beikoninu og sveppunum út á og steikið þar til beikonið er orðið stökkt.
4. Bætið rjóma, kjúklingakrafti, parmesan og kryddblöndu út á pönnuna og hrærið vel saman, hitið að suðu og lækkið þá niður í miðlungshita. Leyfið sósunni að sjóða niður þar til orðin passlega þykkt.
5. Blandið penne pastanu við sósuna, beikonið og grænmetið. Njótið vel!