Einfaldur en ómótstæðilegur pastaréttur

mbl.is/Einn, tveir og elda

Ef maður ætl­ar að fá sér pasta á annað borð er ekki úr vegi að hafa það hinn klass­íska car­bon­ara sem fátt fær toppað. Bara bei­konið og rjóm­inn ger­ir þenn­an stór­kost­lega pasta­rétt að upp­á­haldi flestra sæl­kera.

Þessi upp­skrift er úr smiðju Einn, tveir og elda.

Einfaldur en ómótstæðilegur pastaréttur

Vista Prenta

Pasta penne car­bon­ara með stökku bei­koni og svepp­um

fyr­ir tvo

  • 200 g penne pasta
  • 100 g bei­kon
  • 100 g svepp­ir
  • 1 stk. lauk­ur
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 250 ml rjómi
  • 1 ten­ing­ur kjúk­lingakraft­ur
  • 50 g par­mes­an
  • 2 tsk. krydd­blanda (or­egano, basil, hvít­lauks­duft, chili­f­lög­ur)


Aðferð:
1. Hitið vatn í potti að suðu og sjóðið pastað í 15 mín­út­ur eða skv. leiðbein­ing­um á pakka.
2. Saxið niður lauk og hvít­lauk og skerið sveppi og bei­kon í sneiðar.
3. Hitið 2-3 msk. af olíu á pönnu og mýkið lauk­inn og hvít­lauk­inn, bætið þá bei­kon­inu og svepp­un­um út á og steikið þar til bei­konið er orðið stökkt.
4. Bætið rjóma, kjúk­lingakrafti, par­mes­an og krydd­blöndu út á pönn­una og hrærið vel sam­an, hitið að suðu og lækkið þá niður í miðlungs­hita. Leyfið sós­unni að sjóða niður þar til orðin pass­lega þykkt.
5. Blandið penne past­anu við sós­una, bei­konið og græn­metið. Njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert