Mælir þroska barnsins með bræddum osti

Eins mánaðar snáði í myndatöku sem sló í gegn á …
Eins mánaðar snáði í myndatöku sem sló í gegn á Instagram. mbl.is/Dani Leigh

Við sjáum alls konar útfærslur hjá stoltum foreldrum sýna mánaðarlegan þroska nýfæddra barna sinna með böngsum eða ákveðnum hlut þeim við hlið. Móðir nokkur í Maryland í Bandaríkjunum hefur gengið skrefinu lengra sem vakti athygli okkar hér á Matarvefnum.

Dani Leigh Giannandrea starfar sem ljósmyndari og hefur skrásett þroska Enzo litla með því að taka dásamlegar myndir af barninu með pizzasneiðar sér við hlið. Ástæðan fyrir að pizza varð fyrir valinu en ekki eitthvað annað er einföld – amma barnsins óskaði eftir því að haldið yrði í ítalskar hefðir og þá kom ekkert annað til greina en flatbaka með nóg af bræddum osti.

Myndirnar af Enzo litla í gegnum 12 mánaða tímabil.
Myndirnar af Enzo litla í gegnum 12 mánaða tímabil. mbl.is/Dani Leigh
Það eru engar flatbökusneiðar með á þessari mynd, en hér …
Það eru engar flatbökusneiðar með á þessari mynd, en hér er Dani Leigh - mamman og ljósmyndarinn - ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Dani Leigh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert