Rétturinn sem inniheldur 291 hitaeiningar

Ekki bara girnilegt heldur líka hollt og gott.
Ekki bara girnilegt heldur líka hollt og gott. mbl.is/Damndelicious.net

Hér kynn­um við stór­kost­leg­an rétt sem er hinn full­komni morg­un- eða há­deg­is­mat­ur. Bökuð tortilla með eggja­blöndu og brok­kolí ásamt fersk­um ávöxt­um. Þú þarft ekki að ótt­ast auka­kíló­in er þú gæðir þér á þess­um rétti sem tel­ur ekki nema 291 kalóríu í heild­ina og geym­ist allt að þrjá daga í ís­skáp.

Rétturinn sem inniheldur 291 hitaeiningar

Vista Prenta

Rétt­ur­inn sem tel­ur ekki kalórí­ur

  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • 1 bolli skinka, skor­in í bita
  • 2 bolli brok­kolí, skorið í litla bita
  • 4 stór egg
  • Kos­her-salt og pip­ar
  • 2 vor­lauk­ar
  • 4 heil­hveiti-tortill­ur
  • ½ bolli rif­inn fitusnauður ost­ur (helst chedd­ar)
  • ½ bolli hind­ber
  • ½ bolli blá­ber
  • 4 manda­rín­ur eða app­el­sína

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  2. Hitið olíu á stórri pönnu á meðal­hita. Setjið hvít­lauk á pönn­una og látið malla í eina mín­útu, bætið þá skinku og brok­kolí út á pönn­una og steikið áfram í 3-4 mín­út­ur.
  3. Bætið þá eggj­un­um út á pönn­una og hrærið í á meðan þau eld­ast í 3-5 mín­út­ur, blandið þá laukn­um sam­an við.
  4. Setjið eggja­blöndu á helm­ing­inn á hverri tortillu og stráið osti yfir. Brjótið tortill­una til helm­inga og komið fyr­ir á bök­un­ar­plöt­unni.
  5. Bakið í ofni í 5-6 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað.
  6. Raðið tortillu, hind­berj­um, blá­berj­um og manda­rín­um í loft­tæmt box til að taka með í nesti.
mbl.is/​Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert