8 stórmerkilegar staðreyndir um mat

Við borðum mat á hverj­um degi, oft á dag, en við spá­um svo sem ekki mikið meira í það. Hér eru nokkr­ar sturlaðar og stór­skemmti­leg­ar staðreynd­ir um mat sem ýta kannski und­ir mat­ar­lyst­ina hjá ein­hverj­um.

  1. Mest stolni mat­ur í heim­in­um er ost­ur! Í kring­um 4% af öll­um osti sem fram­leidd­ur er í heim­in­um verður stolið. Ost­ar hafa jafn­vel sést til sölu á svarta markaðnum, sem er ótrú­legt en satt.
  2. Þetta á eft­ir að koma ykk­ur á óvart. Ban­an­ar, gúrka og kíví til­heyra berja­flokkn­um en jarðarber og rifs­ber eru það aft­ur á móti ekki. Þetta vita ekki marg­ir nema hrein­ræktaðir grasa­fræðing­ar og núna við.
  3. Sumt sem við borg­um fúlgu fjár fyr­ir á veit­inga­hús­um í dag, var ekki litið á hér áður fyrr. Það var ekki litið á hum­ar sem neinn sæl­keramat og oft­ar en ekki var hon­um fleygt aft­ur út á haf eða hann gef­inn þjón­um. Það voru lög um hversu mik­inn hum­ar mátti gefa ótukt­um í fang­els­um þar sem of mikið af hon­um þótti vera grimmi­legt. Hlut­irn­ir hafa svo sann­ar­lega breyst.
  4. Göm­ul aðferð er kall­ast „rabbarbaraþving­un“ snýst um að planta rabbarbara á dimm­an stað og gabba hann til að vaxa mikið og hratt – svo hratt að þú heyr­ir þegar hann popp­ar út.
  5. Þú þarft ekk­ert að ótt­ast næst þegar þú tek­ur bita af epli og bít­ur í límmiðan með því þeir eru alls ekk­ert eitraðir og eru ætir. Við mæl­um samt ekki með því að borða þá vilj­andi.
  6. Hnetu­smjörið góða, Nu­tella, er það vin­sælt að fram­leiðslan not­ar um ¼ af öll­um hesli­hnet­um í heim­in­um. Eft­ir­spurn­in eft­ir hnet­un­um er orðin það mik­il að menn eru farn­ir að reyna að rækta þær á til­rauna­stof­um til að sporna við skorti.
  7. Eru flug­ur að angra þig? Það eru ákveðnar teg­und­ir af smá­sjár­móðum sem eru nauðsyn­leg­ar fyr­ir fræv­un á kakó­plönt­um og gera súkkulaðið eins og það er. Hugsaðu um þetta næst þegar þú slærð til flugu því ekki vilj­um við líða skort á súkkulaði.
  8. Óvænt­ar uppá­kom­ur og mat­ur eru góð blanda en á 16. öld í Englandi voru óvenju­leg­ir siðir hvað þetta varðar því þá tíðkaðist að setja lif­andi dýr í bök­ur til að koma mat­ar­gest­um á óvart. Það er ágætt að sum­ar hefðir hafa ekki náð fót­festu á okk­ar tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert