Ketó quesadilla sem gerir allt betra

Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumaður á RÍÓ Reykjavík, er mikill meistari í að galdra fram gómsæta rétti, en meðal þess sem RÍÓ Reykjavík býður upp á er gott úrval af vegan- og ketóréttum.

Að sögn Anítu mælist þessi fjölbreytni vel fyrir og nú er svo komið að boðið er upp á sérleg vegankvöld á miðvikudögum en „þá bý ég alltaf til auka veganrétti í tilefni dagsins,“ segir Aníta. „Eins er alltaf ketóréttur vikunnar í hádeginu og svo er ég líka með þriggja eða fimm rétta ketóseðil á kvöldin sem hefur notið mikilla vinsælda.“

Ketó quesadilla
Uppskrift fyrir 4

Tortillan

  • 8 egg
  • 1 dl rjómi
  • Salt og pipar

Fyllingin

  • 400 g nautahakk
  • 200 g sveppir
  • 1 stór laukur
  • 200 g rifinn ostur
  • 1 stk. paprika

Chili-majónes

  • 300 g Hellmanns majónes
  • 2 msk. sriracha-sósa
  • Nokkrir dropar sítrónusafi
  • Salt

Á toppinn

  1. Rifinn parmesan. Byrjið á því að þeyta saman eggin, nýmjólkina, saltið og piparinn.
  2. Hitið pönnu á lágum hita og bræðið smá smjör á henni, þá er ¼ af eggjunum hellt út á pönnuna og velt um á pönnunni til að ná blöndunni sem þynnstri (eins og þegar maður gerir íslenskar pönnukökur).

Fyllingin

  1. Nautahakkið steikt á pönnu og kryddað til, sett til hliðar í skál, þá eru sveppirnir og laukurinn steiktir og ostinum bætt út á í lokin sem og hakkinu. Tekið af hitanum og ostinum leyft að bráðna.

Chili-majónes

  1. Öllu hrært saman og smakkað til með salti. Hægt er að bæta við eða minnka chili-sósu magnið eftir smekk hvers og eins.
  2. Chili-majónes sett á hálfa tortilluna, síðan fyllingin og skorin fersk paprika, tortillunni lokað og parmesanostur rifinn á toppinn. Sett inn í ofn á 200°C í 3-5 mínútur eða þar til parmesanosturinn er bráðnaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert