Staðirnir sem ryksugan nær ekki til

Það er af nógu að taka þegar kemur að heimilisþrifum.
Það er af nógu að taka þegar kemur að heimilisþrifum. mbl.is/Lana Kenney

Til eru þeir staðir í þess­ari ver­öld sem hin al­heil­aga ryk­suga nær ekki til. Þetta eru slá­andi frétt­ir og þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir og ómannúðlega leit að hinum full­komna auka­stút fram­an á ryk­sug­una þá eru þetta engu að síður staðirn­ir sem við ját­um okk­ur sigruð gagn­vart.

Und­ir græj­un­um
Við erum ekki mikið að færa heim­il­is-græj­ur á við ís­skápa og elda­vél­ar úr stað. Það er ótrú­legt hvað get­ur safn­ast mikið ryk og ann­ar óþrifnaður þarna und­ir sem ryk­sug­an nær ekki til. Eins und­ir sófa­sett­inu og ekki má gleyma öll­um þeim búnaði sem fylg­ir okk­ur í kring­um sjón­varpið – afrugl­ara, leikja­tölv­ur, magnara o.s.frv. Hvenær lyft­ir þú sein­ast DVD-spil­ar­an­um og þurrkaðir vel úr hill­unni þar und­ir?

Saum­arn­ir
Það eru all­ir litlu staðirn­ir sem við hlaup­um oft­ast fram hjá þar til við erum far­in að sjá skít­inn það aug­ljós­lega að við ráðumst til aðgerða. Hér erum við að tala um staði þar sem t.d. gólfið mæt­ir list­an­um í eld­hús­inu. Við renn­um yfir með ryk­sug­una og telj­um okk­ur trú um að allt hafi farið með á meðan mylsn­ur troða sér bara á milli „saumanna“ og láta fara vel um sig.

Gólfl­ist­ar, vegg­ir og hurðir
Fyrst þú ert á annað borð að moppa yfir gólfið er upp­lagt að moppa yfir veggi og hurðir. Prófaðu að skoða vegg­ina heima hjá þér því það mun koma veru­lega á óvart hversu mikið ryk ligg­ur á þeim. Við mæl­um einnig með að þurrka yfir gólfl­ist­ana því þar ligg­ur heim­il­is­skít­ur sem eng­an grunaði – þú munt sjá stór­felld­an mun eft­ir slík þrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert