Góð ráð til að þjóftryggja heimilið

Ertu með allt á hreinu er þú ferð í frí?
Ertu með allt á hreinu er þú ferð í frí? mbl.is/Getty Images

Það er dá­sam­legt að skella sér í langþráð frí og kom­ast í burtu frá heim­il­inu – en það er ekki eins skemmti­legt að koma heim í hálf­tómt hús. Fingra­lang­ir þjóf­ar láta fátt stoppa sig þegar kem­ur að inn­brot­um og því gott að vera aðeins á und­an þeim hvað það varðar. Þjófa­varn­ar­kerfi er ein lausn til að þjóf­tryggja heim­ilið en það má líka vinna með aðrar hug­mynd­ir eins og þess­ar hér fyr­ir neðan.

Smart-tæki: Það eru til nokk­ur stór­sniðug smart-tæki (t.d. eitt frá Phil­ips) sem kveikja og slökkva ljós­in í hús­inu í þeim rým­um sem þú vilt á fyr­ir­framstillt­um tíma. Rétt eins og ein­hver sé heima og með húsið í notk­un.

Verðmæti: Reyndu að forðast að hafa verðmæti fyr­ir allra aug­um. Ef þú býrð á jarðhæð og skil­ur tölvu eða skart­gripi eft­ir á borðinu er lík­legra að það muni freista fingra­langa manna.

Auka­lyk­ill: Finndu góðan stað til að geyma auka­lyk­il­inn og hugsaðu út fyr­ir kass­ann. Gæt­ir sett lyk­il­inn und­ir stein í garðinum eða hengt hann í band sem hang­ir inn af póst­kass­an­um. Mundu að breyta reglu­lega um staðsetn­ingu, sér­stak­lega ef fleiri en þú eru með vitn­eskju um lyk­il­inn.

Ferðalög: Alltaf að láta ná­grann­ana vita af ferðalög­um. Og ef þú ert í burtu til lengri tíma er ekki vit­laust að biðja ein­hvern um að koma og tæma póst­kass­ann og vökva blóm­in

Auka lás: Það má al­veg hafa í huga að setja auka lás á suma glugga og hurðir. Svala­h­urðin er mjög vin­sæll inn­gang­ur hjá þjóf­um, því gott að smella auka læs­ingu á hana.

Sam­fé­lags­miðlar: Helst ekki birta á sam­fé­lags­miðlum að þú sért að fara í frí í 2 vik­ur eða hvaða tími sem það er. Smelltu frek­ar í góðan status eft­ir ferðina með mynd­um úr ferðinni.

Taka mynd­ir: Að lok­um er gott að geyma öll verðmæti í læst­um skáp, eða merkja dótið þitt þannig að það yrði erfiðara fyr­ir þjóf­inn að koma hlutn­um í end­ur­sölu. Eins er gott að taka mynd­ir af verðmæt­un­um til að eiga ef eitt­hvað kæmi upp á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert