Hversdagsrétturinn sem brýtur allar reglur

Chili con carne með tortilla-flögum á einungis 20 mínútum.
Chili con carne með tortilla-flögum á einungis 20 mínútum. mbl.is/Henrik Freek Christensen

Þessi upp­skrift er þess eðlis að maður er eig­in­lega bara stein­hissa. Rétt­ur­inn er hins veg­ar afar bragðgóður og mun ef­laust slá í gegn á kvöld­mata­borðinu enda ekki von á öðru.

Hversdagsrétturinn sem brýtur allar reglur

Vista Prenta

De Luxe Chili con Car­ne (fyr­ir 4)

  • 1 lauk­ur
  • 2 rauðir chili
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 500 g nauta­hakk með lágri fitu­pró­sentu
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 1 tsk. brodd­kúmen
  • 1 tsk. kórí­and­er
  • 1 stór dós tóm­at­p­ur­re
  • 1 dl nauta- eða kálfa­kraft­ur
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 dós rauðar nýrna­baun­ir
  • 25 g hakkað dökkt súkkulaði
  • Salt og pip­ar

Annað:

  • 100 g grísk jóg­úrt 10%
  • 6 gul­ræt­ur
  • Búnt af stein­selju
  • Tortilla-flög­ur

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn. Skrapið inn­an úr chili-stöngl­un­um og saxið smátt.
  2. Hitið olíu í stór­um potti og steikið lauk og nauta­hakk í nokkr­ar mín­út­ur. Setjið chili, pressaðan hvít­lauk og krydd út í og blandið vel sam­an. Steikið í sirka 10 mín­út­ur.
  3. Bætið tóm­at­p­ur­re, krafti og hökkuðum tómöt­um út í pott­inn og látið malla við væg­an hita í 10 mín­út­ur. Hrærið í á meðan. Setjið þá baun­irn­ar út í og látið malla áfram í 10 mín­út­ur.
  4. Takið pott­inn af hell­unni og smakkið til með súkkulaði, salti og pip­ar.
  5. Skrælið gul­ræt­urn­ar og skerið í strimla. Saxið stein­selju og dreifið yfir.
  6. Berið fram með grískri jóg­úrt, gul­rót­um og tortilla-flög­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert