Hversu oft eigum við að skipta um tannbursta?

Það fara mis­jafn­ar sög­ur af því hversu oft við eig­um að skipta út mik­il­væg­asta hlut heim­il­is­ins – tann­burst­an­um. Sum­ir vilja meina á 12 vikna fresti sama í hvernig ástandi burst­inn er, á meðan aðrir vilja meina að það fari allt eft­ir notk­un.

Það sem vert er að hafa í huga:

  • Hversu slit­inn er tann­burst­inn?
  • Hversu skít­ug­ur er hann?
  • Hvernig er aðstaðan á baðher­berg­inu þar sem tann­burst­inn býr?
  • Hversu marg­ir nota baðher­bergið dag­lega?
  • Ligg­ur tann­burst­inn í opnu rými eða er hann geymd­ur inni í skáp?
  • Hversu marg­ir eru í fjöl­skyld­unni?

Það er því ekki þriggja mánaða regl­an sem gild­ir held­ur ástand burst­ans og aðstæður hverju sinni. Eru fast­ar mat­ar­leif­ar neðst við hár burst­ans eða eru hár­in far­in að teygja sig út til hliðanna og jafn­vel orðin gul­leit á lit? Þá er vert að fylgja tann­burst­an­um í tunn­una og kaupa nýj­an.

Hversu oft eigum við að skipta um tannbursta?
Hversu oft eig­um við að skipta um tann­bursta? mbl.is/​Getty Ima­ges
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert