Gourmet svínalund með geggjuðu meðlæti

mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér erum við með lágkolvetnaveislumat af bestu gerð. Hægt er að borða þennan rétt bæði spari og hversdags og það eru einungis fjörgur hráefni í henni að meðlætinu meðtöldu.

Þessi snilldaruppskrift kemur úr smiðju Einn, tveir og elda sem klikka ekki frekar en fyrri daginn. 

LKL Ofnbökuð svínalund með parmesan-kúrbít fyrir tvo

  • 400 g svínalund
  • 2 tsk. svínakjötskryddblanda (t.d. oregano, timian, hvítlauksduft, broddkúmen)
  • 1 stk. kúrbítur
  • 30 g fínrifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C og stillið á undir- og yfirhita. Stingið göt hér og þar á svínalundina með gaffli og nuddið hana vel með ólífuolíu. Færið hana síðan í eldfast mót og kryddið með kryddblöndu. Bakið svínalundina í 20-30 mínútur eða þar til hún hefur náð ljósbrúnum lit í gegn.
  2. Skerið kúrbítinn í tvennt og síðan í litla báta. Þerrið bátana og setjið í skál ásamt dass af ólífuolíu, parmesan-ostinum og salti og pipar eftir smekk. Blandið þessu vel saman og færið síðan í eldfast mót. Bakið kúrbítsbátana í 15-20 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega gylltir og stökkir.
  3. Leyfið svínakjötinu að hvíla í 1-2 mínútur þegar það er tekið úr ofninum. Skerið það síðan í fallegar sneiðar og berið fram ásamt kúrbítsbátunum og góðri kaldri sósu, t.d. hvítlaukssósu. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka