Gourmet svínalund með geggjuðu meðlæti

mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér erum við með lág­kol­vetna­veislu­mat af bestu gerð. Hægt er að borða þenn­an rétt bæði spari og hvers­dags og það eru ein­ung­is fjörg­ur hrá­efni í henni að meðlæt­inu meðtöldu.

Þessi snilld­ar­upp­skrift kem­ur úr smiðju Einn, tveir og elda sem klikka ekki frek­ar en fyrri dag­inn. 

Gourmet svínalund með geggjuðu meðlæti

Vista Prenta

LKL Ofn­bökuð svína­lund með par­mes­an-kúr­bít fyr­ir tvo

  • 400 g svína­lund
  • 2 tsk. svína­kjötskrydd­blanda (t.d. or­egano, tim­i­an, hvít­lauks­duft, brodd­kúmen)
  • 1 stk. kúr­bít­ur
  • 30 g fínrif­inn par­mes­an

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C og stillið á und­ir- og yf­ir­hita. Stingið göt hér og þar á svína­lund­ina með gaffli og nuddið hana vel með ólífu­olíu. Færið hana síðan í eld­fast mót og kryddið með krydd­blöndu. Bakið svína­lund­ina í 20-30 mín­út­ur eða þar til hún hef­ur náð ljós­brún­um lit í gegn.
  2. Skerið kúr­bít­inn í tvennt og síðan í litla báta. Þerrið bát­ana og setjið í skál ásamt dass af ólífu­olíu, par­mes­an-ost­in­um og salti og pip­ar eft­ir smekk. Blandið þessu vel sam­an og færið síðan í eld­fast mót. Bakið kúr­bíts­bát­ana í 15-20 mín­út­ur eða þar til þeir eru orðnir fal­lega gyllt­ir og stökk­ir.
  3. Leyfið svína­kjöt­inu að hvíla í 1-2 mín­út­ur þegar það er tekið úr ofn­in­um. Skerið það síðan í fal­leg­ar sneiðar og berið fram ásamt kúr­bíts­bát­un­um og góðri kaldri sósu, t.d. hvít­laukssósu. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert