Svona heldur þú rúminu hreinu

Hvernig heldur þú rúminu þínu hreinu?
Hvernig heldur þú rúminu þínu hreinu? mbl.is/Gettty Images

Þegar klukk­an slær í hátta­tíma er ekk­ert betra en að skríða upp í hreint rúm og sofa vel út nótt­ina. En hvernig er best að halda rúm­inu hreinu? Hér koma nokk­ur atriði sem fylgja má eft­ir í góðan næt­ur­svefn.

Þvoið sæng og kodda
Góð regla er að þvo sæng­ina og kodd­ann tvisvar á ári og setja í þurrk­ara á eft­ir ásamt tveim­ur tenn­is­bolt­um sem hjálpa fyll­ing­unni að laga sig á ný. Sæng­in og kodd­inn þurfa að vera orðin al­veg þurr áður en þú set­ur hrein sæng­ur­ver aft­ur á.

Skiptið um sæng­ur­ver
Það fer al­gjör­lega eft­ir því hvernig „ástandi“ þú ert í er þú leggst upp í rúm. Ertu að koma beint úr rækt­inni með kald­an svita eða ferðu í sturtu á hverj­um degi? Það ætti að vera nóg að skipta um sæng­ur­ver á hálfs mánaðar fresti en þú gæt­ir þurft að gera það viku­lega ef raun­in er sú.

Ryk­sugið dýn­una
Dýn­an er upp­full af ryki og því mjög gott að ryk­suga hana öðru hverju. Ef það eru blett­ir í dýn­unni má reyna að strjúka þá úr með eins litlu vatni og mögu­legt er þar sem dýn­an sýg­ur all­an raka í sig og það vilj­um við ekki.

Slepptu rúm­tepp­inu
Raki er versti óvin­ur dýn­unn­ar! Slepptu því að setja rúm­teppi yfir sæng­urn­ar á morgn­ana og slepptu því helst að búa um rúmið. Leyfðu dýn­unni að anda í stað þess að kafna í raka og ryki.

Notaðu yf­ir­dýnu
Það er frá­bært að nota yf­ir­dýnu sem þú get­ur tekið reglu­lega af og þvegið. Við mæl­um með að þvo yf­ir­dýn­una sex sinn­um á ári. Yf­ir­dýna ver líka stóru dýn­una og leng­ir líf­tíma henn­ar.

Skiptu um dýnu
Þumalputta­regl­an er að skipta um dýnu á 10 ára fresti. Ímyndaðu þér svit­ann og rak­ann sem hef­ur safn­ast sam­an í gegn­um árin í dýn­una. Göm­ul og slit­in dýna er held­ur ekki góð fyr­ir lík­amann sem við þurf­um að passa vel upp á og vera út­hvíld á morgn­ana.

mbl.is/​Thinkstockp­hotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert