Besta leiðin til að þrífa ísskápinn

Það er enginn afsláttur gefinn þegar þrífa á ísskápinn.
Það er enginn afsláttur gefinn þegar þrífa á ísskápinn. mbl.is/Getty Images

Það tek­ur mun minni tíma en við höld­um að þrífa ís­skáp­inn – geymslu­staðinn fyr­ir all­an þann mat sem við lát­um ofan í okk­ur. Við eig­um það til að mikla þetta verk fyr­ir okk­ur þegar það tek­ur ekki nema 15 mín­út­ur í fram­kvæmd. Við mæl­um með að þrífa mat­ar­leif­ar og annað sem sull­ast til í ís­skápn­um jafnóðum og þurrka reglu­lega úr hill­um. Hér eru nokk­ur ráð um hvernig við los­um okk­ur við bakt­erí­ur úr mik­il­væg­asta skáp heim­il­is­ins.

  1. Byrjið á því að tæma ís­skáp­inn. Farið yfir hvaða mat­vör­ur eru runn­ar út á dag­setn­ingu og hendið. Setjið rest­ina af mat­vör­un­um í bala og stillið út fyr­ir ef veður leyf­ir.
  2. Slökkvið á ís­skápn­um. Það er mögu­leiki á að klaki eða annað muni bráðna og þá er gott að vera viðbú­inn með ílát eða gaml­ar tusk­ur.
  3. Takið all­ar hill­ur, plöt­ur og skúff­ur út og þvoið vel með heitu vatni og sápu. Það má einnig blanda smá­veg­is af Rodalon í vatnið ef ís­skáp­ur­inn var far­inn að lykta.
  4. Mik­il­vægt er að hreinsa hol­una/​sí­una sem er aft­ast í ís­skápn­um, þar sem vatn lek­ur niður í. Þar gætu mat­ar­leif­ar hafa læðst ofan í sem er gott að hreinsa áður en fer að mygla.
  5. Þurrkið vel af öll­um hliðum skáps­ins og gúmmíl­ist­um því þar eiga bakt­erí­ur til að grass­era.
  6. Þrífið einnig skáp­inn að utan og munið eft­ir hand­fang­inu sem reynd­ar má þrífa í það minnsta tvisvar í viku eða oft­ar eft­ir þörf­um. Strjúkið líka ofan á skápn­um því þar ligg­ur al­veg klár­lega gott lag af ryki. Síðan má ryk­suga skáp­inn að aft­an.
  7. Setjið að lok­um skúff­ur og hill­ur aft­ur inn og lokið ís­skápn­um. Þegar þú hef­ur þurrkað ís­skáp­inn vel að inn­an og utan máttu stinga hon­um aft­ur í sam­band og raða mat­vör­un­um aft­ur inn.
Þessi ísskápur er til fyrirmyndar. Takið eftir loftþéttu nestisboxunum sem …
Þessi ís­skáp­ur er til fyr­ir­mynd­ar. Takið eft­ir loftþéttu nest­is­boxun­um sem notuð eru til geymslu á mat­vöru, það minnk­ar óþef. mbl.is/​pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert