Sykurlausar súkkulaðifreistingar Tobbu

mbl.is/TM

Ef ein­hver kann að galdra fram syk­ur­laus­ar súkkulaðikræs­ing­ar er það Tobba Marinós en hún seg­ist vart hafa und­an að svara beiðnum ör­vænt­ing­ar­fullra for­eldra sem þrá ekk­ert heit­ar en að geta boðið upp á syk­ur­laus­an val­kost fyr­ir kríl­in. Þar sem Tobba kall­ar ekki allt ömmu sína svaraði hún kall­inu og hér gef­ur að líta út­kom­una sem er hreint stór­kost­leg (og bragðast frá­bær­lega).

Hér kem­ur upp­skrift að súkkulaði sem hent­ar vel í lít­il páska­eggjasilí­kon­mót fyr­ir þá sem vilja holl­ari egg.

Sykurlausar súkkulaðifreistingar Tobbu

Vista Prenta

Syk­ur­laus páska­egg

  • 100 g kakós­mjör
  • 50 g kó­kosolia
  • 60 g hnetu­smjör*
  • 60 g kakó (eða eft­ir smekk. Það er eft­ir því hve dökkt súkkulaðið á að vera)
  • Sæta að eig­in vali - t.d stevía, hun­ang, döðlus­íróp eða önn­ur sæta eft­ir smekk. Ég notaði 15 kara­mellu­stevíu­dropa og 2 msk. döðlus­íróp.
  • Örlítið sjáv­ar­salt

Aðferð:

At­hugið Það má vel bæta við pip­armintu­drop­um ef vill. Nú eða salt­hnet­um og/​eða döðlubita.

Hnetu­smjörið má vera venju­legt, möndlu, hesli­hnetu, nú eða það allra besta með kó­kos, döðlum og möndl­um sem var að koma í versl­an­ir (fæst í Nettó). Það er án viðbætts syk­urs. Flippaða fólkið get­ur líka notað það sem fyll­ingu ef það vill gera kjarna í egg­in.

Kakós­mjörið og olí­an er brætt í vatnsbaði. Því næst fara hin inni­halds­efn­in sam­an við. Hrærið vel með gafli.

Hellið í mót­in og geymið í frysti. At­hugið að súkkulaðið smit­ar fljótt út frá sér við stofu­hita.

Sjáið hvað eggin eru falleg (og hvað Tobba er vel …
Sjáið hvað egg­in eru fal­leg (og hvað Tobba er vel nagla­lökkuð). mbl.is/​TM
Tobba Marínós er sérlegur sérfræðingur Matarvefjarins í sykurlausum sælkerafreistingum.
Tobba Marínós er sér­leg­ur sér­fræðing­ur Mat­ar­vefjar­ins í syk­ur­laus­um sæl­kera­freist­ing­um. mbl.is/Í​ris Ann Sig­urðardótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert