Föstudagsfreistingin sem gulltryggir góða helgi

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Já, hér er ýmsu lofað börn­in mín og þessi upp­skrift stend­ur fylliega und­ir vænt­ing­um enda úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars sem er þeim kosti gædd að elda bara góðan mat. 

Píts­an er ein­föld í grunn­inn en svo megið þið flippa eins og ykk­ur sýn­ist því það er jú föstu­dag­ur!

Mat­ar­bloggið henn­ar Berg­lind­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Föstudagsfreistingin sem gulltryggir góða helgi

Vista Prenta

Ítölsk pizza upp­skrift

Pizza­botn

  • 10 dl hveiti
  • 1 poki þurr­ger
  • 2 tsk salt
  • 4 dl volgt vatn
  • 3 msk matarol­ía

Álegg

  • Pizza­ost­ur frá Gott í mat­inn
  • 2 dós­ir Mozzar­ella­perl­ur
  • 4 tóm­at­ar skorn­ir í sneiðar
  • Pizzasósa
  • Kletta­sal­at
  • Fersk basilika
  • Bal­samic glaze

Aðferð:

  1. Þur­refn­in hrærð sam­an og volgu vatni og matarol­íu blandað sam­an við.
  2. Hrært með krókn­um þar til fal­leg kúla hef­ur mynd­ast.
  3. Spreyið stóra skál með matarol­íu, veltið deig­inu upp úr, plastið og leyfið að hef­ast í 1 klst.
  4. Skiptið deig­inu niður í 5 minni pizz­ur (um 25 cm í þver­mál).
  5. Smyrjið með pizzasósu, stráið pizza­osti yfir botn­inn, sneidd­um tómöt­um og mozzar­ella­perl­um.
  6. Bakið við 220°C í um 12-15 mín­út­ur.
  7. Dreifið þá kletta­sal­ati og ferskri basiliku yfir pizzuna og smá bal­samic glaze.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert