Hvað segir samlokan um þig?

Ertu týpan sem skerð samlokuna þvert eða á ská?
Ertu týpan sem skerð samlokuna þvert eða á ská? mbl.is/Ina Peters/Stocksy

Vissuð þið að við snert­um and­litið á okk­ur meira ef við erum að ljúga, og eig­um það til að sleikja var­irn­ar ef við töl­um við ein­hvern sem er aðlaðandi? Þetta ger­ist al­gjör­lega án þess að við spá­um eitt­hvað út í hvað við erum að gera. Sama gild­ir um sam­lok­una sem við borðum – það seg­ir margt til um hvort við sker­um hana á ská eða þvert yfir miðjuna.

Mat­ar­spek­úl­ant og stofn­andi Food-ology, Ju­liet A. Bog­hossi­an, hef­ur rann­sakað hegðun manna við mat, þar á meðal hvernig við sker­um sam­lok­una. Í hvoru liðinu ert þú?

Þeir sem skera sam­lok­una á ská...
...eru fag­ur­ker­ar! Hér er um fólk að ræða sem hugs­ar út í smá­atriðin og vill gefa sam­lok­unni sinni per­sónu­legt „touch“. Þetta er fólkið sem elsk­ar að slúðra, vill heyra alla díteila og kafa ofan í smá­atriðin. Þetta fólk er nýj­unga­gjarnt.

Þeir sem skera sam­lok­una yfir miðjuna...
...er fólk sem legg­ur áherslu á heild­ar­mynd­ina og horf­ir ekki mikið í smá­atriðin. Fyr­ir því er verk­efni bara verk­efni sem þarf að klára og eng­in til­finn­inga­tengsl þar á bak við. Þetta er fólkið sem skar­ar fram úr og vinn­ur með mottóið „minna er meira“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert