Lúxusútgáfa af kartöflumeðlæti

Kartöflukaka er fullkomið meðlæti með steikinni. Og hér í lúxusútgáfu.
Kartöflukaka er fullkomið meðlæti með steikinni. Og hér í lúxusútgáfu. mbl.is/Madensverden.dk

Við höf­um fundið hið full­komna kart­öflumeðlæti með næstu steik sem þú ætl­ar að bjóða heim­il­is­fólk­inu upp á. Hér er um að ræða lúx­usút­gáfu af kart­öflu­köku með bei­koni sem er betri en allt annað sem þú hef­ur smakkað.

Lúxusútgáfa af kartöflumeðlæti

Vista Prenta

Lúx­usút­gáfa af kart­öflumeðlæti

  • 2 pakk­ar bei­kon (ca. 14-16 sneiðar)
  • 800 g kart­öfl­ur
  • 1 stór lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • Ferskt timí­an
  • 1 dl rjómi
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Skrælið kart­öfl­urn­ar og skerið í mjög þunn­ar sneiðar eða not­ist við mandol­in-járn.
  2. Skerið lauk­inn í þunn­ar sneiðar og hvít­lauk­ur­inn er mar­inn.
  3. Smyrjið form með olíu eða smjöri að inn­an og leggið beikonskíf­urn­ar þar í (sjá mynd). Bei­konið má al­veg fara ör­lítið yfir hvert annað.
  4. Leggið kart­öflu­skíf­ur í mótið, smá­veg­is af lauk og hvít­lauk og dreifið fersku timí­ani yfir. Kryddið með salti og pip­ar. Penslið yfir með rjóma. End­ur­takið 3-4 sinn­um og pressið létti­lega sam­an.
  5. Leggið beikonsneiðarn­ar sem standa upp úr yfir kart­öfl­urn­ar til að loka. Bakið við 200° á blæstri í sirka 30 mín­út­ur. Tím­inn fer dá­lítið eft­ir hversu há kart­öflukakan er. Prófið að stinga í kart­öfl­urn­ar með nál til að tékka.
  6. Leyfið kart­öflu­kök­unni að hvíla í 10 mín­út­ur áður en þú hvolf­ir henni og tek­ur úr form­inu. Skerið í hæfi­lega þykk­ar sneiðar og berið fram með góðri steik.
mbl.is/​Madensver­d­en.dk
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka