Hversdagsréttur við allra hæfi

Hversdagsréttur við allra hæfi
Hversdagsréttur við allra hæfi mbl.is/Betina Hastoft

Ef að all­ir rétt­ir myndu vera þess gerðir að maður gæti út­búið þá deg­in­um áður, þá væri lífið stund­um létt­ara. Hér ertu að fá pönnu­kök­ur í kvöld­mat – fram­reidd­ar í eld­föstu móti með spínati og ricotta. Upp­skrift­in er áætluð fyr­ir sex eða fjóra mjög svanga.

Hversdagsréttur við allra hæfi

Vista Prenta

Pönnu­kök­ur í fati með spínati og ricotta (fyr­ir 6)

Pönnu­köku­deig:

  • 250 g hveiti
  • 2 egg
  • 2 msk ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • 2½ dl mjólk
  • 2 dl vatn
  • Olía til steik­ing­ar

Fyll­ing og sósa:

  • 500 g spínat
  • 250 g ricotta
  • 2 egg
  • 100 g rif­inn par­mes­an
  • Salt og pip­ar
  • 250 g hakkaðir tóm­at­ar
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. bal­sa­mik
  • 2 msk. or­egano krydd
  • Salt og pip­ar
  • 125 g mozzar­ella

Aðferð:

  1. Setjið hveiti í skál ásamt eggj­um, olíu, salti, pip­ar, mjólk og vatni. Piskið vel sam­an og látið hvíla í 30 mín­út­ur.
  2. Hitið olíu á pönnu og bakið pönnu­kök­urn­ar þar til gyllt­ar á hvorri hlið fyr­ir sig.
  3. Hitið spínatið á pönnu og pressið vökv­ann frá. Setjið í bland­ara og hakkð smátt. Blandið spínatinu sam­an við ricotta, egg og rif­inn par­mes­an. Saltið og piprið.
  4. Hitið ofn­inn á 180°C. Dreyfið spínatfyll­ing­unni á pönnu­kök­urn­ar og rúllið þeim sam­an. Leggið í eld­fast mót.
  5. Hrærið hökkuðu tóm­at­ana sam­an við 2 msk af ólífu­olíu, bal­sa­mik og 1 msk af or­egano. Saltið og piprið.
  6. Dreyfið tóm­at­blönd­unni yfir pönnu­kök­urn­ar og stráið mozzar­ella yfir. Kryddið með 1 msk af or­egano og dreypið ör­lítið af ólífu­olíu yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert