Svona heldur þú baðherberginu bakteríulausu

Ætli þau hafi þrifið sturtuna vel fyrir notkun?
Ætli þau hafi þrifið sturtuna vel fyrir notkun? mbl.is/Getty Images

Fara hár­in að rísa á hand­ar­bak­inu þegar þú hugs­ar út í all­ar bakt­erí­urn­ar sem eru í hálf­gerðum felu­leik inni á baðher­bergi? Þá ertu svo sann­ar­lega ekki sá eða sú eina. Sjáðu til þess að eft­ir­far­andi atriði séu á hreinu og þér mun líða bet­ur.

Lokaðu set­unni áður en þú sturt­ar niður
Þetta er afar mik­il­væg regla! En það hef­ur sýnt sig og sannað að bakt­erí­ur skjót­ast í all­ar átt­ir ef þú lok­ar ekki set­unni er þú sturt­ar niður. Hugsaðu þér bara ef ein­hverj­ar þeirra ná á handsáp­una eða tann­burst­ann þinn.

Tann­burst­inn á heima í lokuðum skáp
Svona út frá fyrr­nefndu atriði þá er mælt með því að stilla tann­burst­an­um inn í lokaðan skáp.

Þvoið hend­urn­ar með sápu
Hend­ur eiga alltaf að fá vatn og sápu, líka eft­ir lítið pissu­stopp. Jafn­vel þó að þér finn­ist þú varla hafa verið í snert­ingu við kló­sett­set­una eða önn­ur hand­föng.

Taktu skartið af
Sum­ir sér­fræðing­ar í hrein­læt­is­mál­um vilja meina að best sé að taka af sér skart­gripi eins og hringi þegar þú þværð þér um hend­urn­ar, því litlu bakt­erí­urn­ar elska að smeygja sér inn und­ir þrönga staði.

Þrífðu gem­s­ann þinn
Í breskri rann­sókn frá ár­inu 2015 kom í ljós að fleiri bakt­erí­ur finn­ast á farsím­an­um þínum en á kló­sett­set­unni. Geymdu sím­ann þinn ávallt í vas­an­um þegar þú ferð á sal­ernið og mundu að þrífa hann reglu­lega.

Hand­spritt í tösk­una er staðal­búnaður
Hafa ekki all­ir lent í því að fara á al­menn­ings­sal­erni þar sem vant­ar sápu eða hauga­skít­ugt hand­klæði er það eina til að þurrka sér með? Nú eða þurft að stoppa út í veg­kanti til að létta á sér í langri bíl­ferð? Lítið hand­spritt í veskið ætti því að vera staðal­búnaður.

Þvoið tann­burstaglasið
Tann­burstaglasið á að standa í lokuðum skáp inni á baði og þarf svo sann­ar­lega að fá smá skrúbb annað slagið. Það er alltaf eitt­hvert tann­krem og munn­vatn sem lek­ur niður í glasið sem þarf að þrífa reglu­lega.

Mundu eft­ir tann­burst­an­um
Ný­verið fór­um við yfir hversu oft á að skipta út tann­burst­an­um. Þegar hann er far­inn að láta á sjá og jafn­vel skít­ug­ur, þá er tími til að skipta hon­um út.

Ekki drekka vatn úr kran­an­um inni á baði
Þar sem bakt­erí­urn­ar dreifast hraðar en í öðrum rým­um húss­ins, ráða hrein­læt­is-expert­ar frá því að drekka vatn beint úr kran­an­um inni á baði.

Alls ekki þvo and­litið í baðher­berg­is­vask­in­um
Ef þú fyll­ir vaskinn inni á baði með vatni og þværð þér upp úr því, þá get­ur þú allt eins notað kló­sett­vatnið – það er jafn mik­il bakt­eríu­bomba þar ef ekki meira.

Þrífðu baðher­bergið einu sinni í viku
Það má þrífa baðher­bergið í það minnsta einu sinni í viku ef ekki oft­ar eft­ir þörf­um, þá sér­stak­lega sal­ernið sjálft. Dragðu fram kló­sett­hreins­inn og ekki gleyma gólf­inu sem ýms­legt fell­ur á.

Skiptu út kló­sett­burst­an­um
Burst­an­um, sem þú not­ar til að hreinsa kló­settið þitt eft­ir erfiðar stund­ir, þarf líka að skipta út reglu­lega svo ekki sé meira sagt.

Snerti­laus­ar græj­ur
Ef þú hef­ur mögu­leika á því þá eru snerti­laus­ar græj­ur eins og krani og sápupumpa hin mesta snilld. Þá er eng­in snert­ing við sjálf tæk­in.

Skiptið um hand­klæði
Eft­ir góðan handþvott viltu þurrka þér í mjúkt og hreint hand­klæði og því nauðsyn­legt að skipta þeim út reglu­lega á baðher­berg­inu. Ef þú ert á al­menn­ings­sal­erni er fínt að þurrka sér í papp­írsþurrk­ur því þú veist aldrei hvenær hand­klæðinu var síðast skipt út og hvaða bakt­erí­ur leyn­ast þar.

Forðist að snerta hurðina
Þið getið ekki ímyndað ykk­ur hvar hrein­lætið ligg­ur á baðher­berg­is­h­urðinni. Hversu oft er hún þrif­in? Eins hand­föng og lás­ar, mælt er með því að þrífa það í það minnsta einu sinni í viku.

Hann hefur engar áhyggjur af þrifum á baðherberginu.
Hann hef­ur eng­ar áhyggj­ur af þrif­um á baðher­berg­inu. mbl.is/​Getty Ima­ges
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert