Vinsælustu bollur í heimi?

Hot cross buns, brauðbollur sem Englendingar borða alltaf á föstudeginum …
Hot cross buns, brauðbollur sem Englendingar borða alltaf á föstudeginum langa. mbl.is/Betina Hastoft

Það fer ekk­ert á milli mála að pásk­arn­ir eru hand­an við hornið. Mat­vöru­versl­an­ir eru að fyll­ast af súkkulaðieggj­um og við fáum nett­an val­kvíða fyr­ir val­inu í ár. En pásk­arn­ir er svo nota­leg­ur tími og þá er um að gera að gera vel við sig með súkkulaði og ný­bökuðum boll­um sem falla alltaf vel í kramið hjá mann­skapn­um.

Hot cross buns eru brauðboll­ur með rús­ín­um og þekkt páska­hefð á Englandi. Boll­urn­ar eru borðaðar á föstu­deg­in­um langa sem út­skýr­ir kross­inn á boll­un­um en hef­ur ekk­ert með bragðið að gera.

Vinsælustu bollur í heimi?

Vista Prenta

Vin­sæl­ustu boll­ur Breta – Hot cross buns

  • 3,5 dl mjólk
  • 125 g syk­ur
  • 50 g smjör
  • 50 g ger
  • 500 g hveiti
  • 1 egg
  • 2 tsk. brún­kökukrydd
  • 2 tsk. kanill
  • 100 g rús­ín­ur
  • 1 dl hveiti
  • 0,5 dl vatn

Gljái:

  • 125 g syk­ur
  • 1 dl vatn
  • 2 tsk. gelat­ín

Aðferð:

  1. Hellið mjólk, sykri og smjöri sam­an í pott og hitið án þess að það sjóði. Leysið gerið upp í mjólk­ur­blönd­unni.
  2. Hellið hveiti í stóra skál ásamt eggi, krydd­um og rús­ín­um.
  3. Hellið mjólk­ur­blönd­unni yfir og hnoðið þar til deigið er mjúkt og slétt. Leyfið deig­inu að hef­ast í 1 tíma eða þar til það hef­ur tvö­faldað sig.
  4. Skiptið deig­inu í 12 bita og rúllið upp sem boll­um. Leggið þær á bök­un­ar­papp­ír á plötu, og hafið þær þétt sam­an eða þannig að þær rétt snerti hver aðra. Leyfið boll­un­um að hef­ast í sirka hálf­tíma í viðbót.
  5. Hitið ofn­inn í 200°. Hrærið hveiti og vatni sam­an svo það klístri. Hellið blönd­unni í sprautu­poka og teiknið kross á boll­urn­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert