Elskar þú avokadó, kjúkling og ost?

Við erum að elska allt í þessari uppskrift.
Við erum að elska allt í þessari uppskrift. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi upp­skrift er fyr­ir alla þá sem elska avoca­do, kjúk­ling og ost. Hér er upp­lagt að nota af­ganga af kúk­ling og rífa niður, eða kaupa til­bú­inn út í búð. Rétt­ur­inn er bor­inn fram með jóg­úrtsósu sem er best eft­ir að hafa staðið í ís­skáp í nokkra tíma. Það er ekk­ert í þess­ari upp­skrift sem erfitt er að elska.

mbl.is/​Howsweeteats.com

Elskar þú avokadó, kjúkling og ost?

Vista Prenta

Bakað avoca­do með kjúk­linga- osta­sal­ati

  • 5 avoca­do
  • 1½ bolli rif­inn kjúk­ling­ur
  • ½ bolli cherry tóm­at­ar, skorn­ir
  • ⅔ bolli rif­inn chedd­ar ost­ur
  • 2 vor­lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • 3 msk. ferskt kórí­and­er, smátt saxað
  • ½ tsk. chili krydd
  • ½ tsk. papríkukrydd
  • ½ tsk. hvít­laukskrydd
  • ¼ tsk. cum­in
  • Salt og pip­ar

Jóg­urtsósa:

  • ½ bolli hrein grísk jóg­úrt
  • 1½ msk. sriracha
  • 1 lime

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 190°C.
  2. Skerið avoca­do til helm­inga og fjar­lægið stein­inn. Skerið inn­an úr ein­um heil­um avoca­do og setjið í skál. Hér má skafa ör­lítið úr hinum helm­ing­un­um og bæta við í skál­ina, þá mynd­ast líka meira pláss fyr­ir kjúk­ling­inn á eft­ir. Alls ekki nauðsyn­legt en má vel gera.
  3. Bætið rifn­um kjúk­ling út í sömu skál og avoca­do­inn ásamt ⅓ bolla af osti, tómöt­um, vor­lauk, kórí­and­er, chili-, papríku- og hvít­laukskryddi, cum­in, salti og pip­ar. Blandið vel sam­an og passið að avoca­do­inn sé vel maukaður við til að halda kjúk­lingn­um sam­an.
  4. Dragið fram ís­skeið og setjið kjúk­linga­blönd­una ofan á hvern og einn avoca­do helm­ing. Dreifið rest­inni af ost­in­um yfir.
  5. Bakið í 15-20 mín­út­ur þar til kjúk­ling­ur­inn er heit­ur í gegn og ost­ur­inn bráðnaður.
  6. Jóg­úrtsósa:  Pískið sam­an jóg­úrt, sriracha og safa úr lime. Þetta má gera fyr­ir­fram og láta standa í kæli í nokkra tíma áður en hún fer á rétt­inn.
  7. Takið úr ofn­in­um og dreypið jóg­úrtsós­unni yfir. Stráið meira af kórí­and­er yfir berið fram.
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert