Dúnmjúkt brauð bakað í leirpotti

mbl.is/Hanna

Það er fátt betra en dún­mjúkt heima­bakað brauð og hér er aðferð og út­færsla sem all­ir – og þá meina ég all­ir – ráða við.

Það er eng­in önn­ur en Hanna sem á þessa upp­skrift og á mat­ar­blogg­inu henn­ar Hanna.is er hægt að fá enn ít­ar­legri leiðbein­ing­ar fyr­ir þá sem þess þurfa.

Dúnmjúkt brauð bakað í leirpotti

Vista Prenta

Dún­mjúkt brauð bakað í leirpotti

Fékk þessa upp­skrift hjá Eriku fyr­ir mörg­um árum og hef notað grunn­inn til að gera mis­mun­andi út­færsl­ur af brauðmeti. Þessi upp­skrift er sér­stak­lega fljót­leg og er hún oft á óskalist­an­um hjá börn­un­um. Brauðið er best nýbakað en einnig gott dag­inn eft­ir í nest­is­boxið eða í brauðrist­ina.

Ath. Það er háð potta­stærð hvort upp­skrift­in pass­ar sem 1 brauð eða 2.

  • 1 bréf þurr­ger (ca. 12 g) eða 25 g pressu­ger
  • ½ lítri mjólk
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 tsk. salt
  • 10 – 13 dl hveiti – hægt að minnka það magn og setja gróft korn, haframjöl eða heil­hveiti í staðinn.

Verk­lýs­ing

  1. Þurr­ger/​pressu­ger og salt sett í skál. Ath. hægt að nota minna ger og lengja hef­ing­ar­tím­ann. T.d. setja helm­ingi minna af geri og auka hef­ing­ar­tím­ann um 1 – 1½ klukku­stund.
  2. Mjólk og hun­ang hitað (37°C) og hellt í skál­ina. Hrært í með sleikju –  nokkr­um dl af hveiti bætt við og blandað sam­an. Deigið hnoðað í lok­in – deigið á að vera þannig að hægt sé að snerta það án þess að það klístrist við fing­urna en á alls ekki að vera þurrt.
  3. Klút­ur lagður yfir skál­ina og deigið látið hef­ast í 1 klukku­stund á stað þar sem ekki er trekk­ur.
  4. Ofn­inn sett­ur á 225°C (u.þ.b. 15 mín­út­um áður en deigið er full­hefað). Pott­ur­inn sett­ur í ofn­inn um leið og kveikt er á hon­um.
  5. Þegar ofn­inn hef­ur náð hit­an­um er pott­ur­inn tek­inn út og deigið sett í hann. Ef deigið er of stórt í pott­inn má skipta því til helm­inga og baka í tvennu lagi (einnig má helm­inga upp­skrift­ina).
  6. Brauðið bakað í 25 mín­út­ur – ágætt að taka lokið af aðeins áður til að fá fal­leg­an lit á brauðið.

Geymsla

Brauðið er ágætt dag­inn eft­ir og geym­ist vel í frysti en bara ekki of lengi.

mbl.is/​Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert