Kylie Jenner snarhætt á ketó eða hvað?

Kylie Jenner er ein stærsta samfélagsmiðlastjarnan í dag.
Kylie Jenner er ein stærsta samfélagsmiðlastjarnan í dag. mbl.is/Ethan Miller_Getty

Þau vá­legu tíðindi ber­ast að vest­an að sjálf Kylie Jenner sé hætt á ketó mataræði. Frétt­um ber þó ekki sam­an enda ekki ljóst hvort Jenner hafi nokk­urn tím­ann verið á ketó mataræðinu og miðað við ást henn­ar á kol­vetn­um verður það að telj­ast frem­ur ólík­legt.

Eins og fram hef­ur komið á Mat­ar­vefn­um sem fylg­ist að sjálf­sögðu náið með þróun mála deildi Jenner sín­um dæmi­gerða morg­un­verði og inni­hélt hann ekk­ert annað en hágæða ketó fóður.

Áður en Kylie Jenner til­kynnti heim­in­um að hún borðaði ein­göngu bei­kon og avóka­dó í morg­un­verð var tíðin allt önn­ur.

Já, sú var tíðin að ung­frú Jenner út­bjó allt öðru­vísi morg­un­verð sem hún sór að hún eldaði á hverj­um morgni. Inni­hélt morg­un­verður­inn meðal ann­ars french toast, steikt­ar pyls­ur með lauk og papriku og auðvitað steikt bei­kon.

Hér má sjá Jenner út­búa morg­un­verðinn og þetta er bara býsna vel gert.

Morgunverður að skapi Kylie Jenner, egg, beikon og avocado.
Morg­un­verður að skapi Kylie Jenner, egg, bei­kon og avoca­do. mbl.is/​Kylie Jenner
mbl.is/​Kylie Jenner
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert