Ljúffengur lax uppáskrifaður af lækninum

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

„Þessi rétt­ur var á óskalista allra í fjöl­skyld­unni þegar við kom­um heim af skíðum ný­verið. All­ir sem einn voru sólgn­ir í lax­inn sem ég var með á boðstól­um,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son eða Lækn­ir­inn í eld­hús­inu um þessa upp­skrift. 

„Hollandaise-sósa er ein af frönsku móðursós­un­um. Í flest­um mat­reiðslu­bók­um eru áhuga­kokk­ar nán­ast varaðir við þar sem því er haldið fram að auðvelt sé að skemma sós­una með röng­um aðferðum. En ef maður kynn­ir sér málið, þó ekki nema stutt­lega, má finna leiðir til að gera smjörsós­ur á ein­fald­an hátt án þess að hleypa eggj­un­um.

Gald­ur­inn við að fá hnausþykka hollandaise-sósu er í raun furðuein­fald­ur en hún bygg­ir á því að „skíra“ smjörið áður en sós­an er gerð. Að „skíra“ smjörið er leið til að hreinsa mjólk­ur- og und­an­rennu­eggja­hvítu­efn­in úr smjör­inu en samt halda góða bragðinu.“

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Ljúffengur lax uppáskrifaður af lækninum

Vista Prenta

Ljúf­feng­ur lax með sítr­ónu-hollandaise, með smjör­steikt­um syk­ur­baun­um og sal­ati að hætti Val­dís­ar

Hrá­efna­listi fyr­ir sex

  • 1,5 kg laxaflak skorið í 6 jafn­stóra bita
  • sítr­ónu­olía
  • sítr­ónusneiðar
  • salt og pip­ar

Fyr­ir sós­una

  • 2 msk. hvít­vín­se­dik
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 6 eggj­ar­auður
  • 300-350 g smjör
  • rif­inn börk­ur af hálfri sítr­ónu

Fyr­ir sal­atið

  • 1 poki af ís­lensku sal­ati
  • 1/​2 rauð paprika
  • 1 tóm­at­ur
  • 1/​2 ag­úrka
  • 1/​2 hnúðkáls­haus
  • hand­fylli graskers­fræ

3 msk. heima­gerð sal­at­dress­ing (3 hlut­ar jóm­frúarol­ía, 1 hluti balsam­e­dik, 1/​2 hvít­lauksrif, 1 tsk. dijon, 1/​2 tsk. hlyns­íróp, salt og pip­ar)

Fyr­ir syk­ur­baun­irn­ar

  • 300 g syk­ur­baun­ir
  • 50 g smjör
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1/​2 rauður lauk­ur
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið smjörið í bita og setjið í pott.
  2. Látið krauma und­an smjör­inu í nokkr­ar sek­únd­ur. Mjólk­ur­prótein­in sökkva til botns en und­an­rennu­prótein­in fljóta ofan á.
  3. Byrjið á því að fleyta und­an­rennu­prótein­un­um ofan af. Bíðið um stund og leyfið smjör­inu að kólna aðeins, þá aðskilj­ast mjólk­ur­prótein­in bet­ur frá og falla til botns.
  4. Næsta skref er að hella skírðu smjör­inu í annað ílát. Þrífa pott­inn og hella skírðu smjöri aft­ur í pott­inn.
  5. Ástæða þess að maður „skír­ir“ smjörið er að fá þykk­ari sósu. Það eru nefni­lega prótein­in í smjör­inu sem binda vökv­ann og þegar maður er laus við þau fær maður mikið þykk­ari sósu.
  6. Aðskiljið eggj­ar­auðurn­ar frá eggja­hvít­un­um. Til eru marg­ar leiðir. Það er alltaf hætta á því að eggj­ar­auðan springi - en það skipt­ir auðvitað engu máli.
  7. Setjið ed­ikið og sítr­ónusaf­ann í pott og sjóðið niður um helm­ing eða svo. Til­gang­ur­inn með þessu skrefi er að þétta bragðið. Þess­ari blöndu er svo blandað sam­an við eggj­ar­auðurn­ar. Það er mik­il­vægt að þeyta þær vand­lega þannig að þær næst­um tvö­fald­ist í rúm­máli.
  8. Þá bragðbætti ég sós­una með berk­in­um af hálfri sítr­ónu sem ég raspaði niður með micropla­ne-rif­járni.
  9. Næsta skref var að hita smjörið aft­ur og svo bæta því smám sam­an við eggj­ar­auðurn­ar. Þannig fær maður hnausþykka sósu sem næst­um stend­ur sjálf.
  10. Skreytti hana svo með ferskri stein­selju sem ég hafði skorið smátt.
  11. Lax­inn var of­ur­ein­fald­ur. Smurði hann með jóm­frúarol­íu, saltaði og pipraði og steikti hann í þrjár mín­út­ur með roðið niður á heitri pönnu. Upp úr smjöri auðvitað.
  12. Raðaði svo á eld­fast mót og lagði nokkr­ar sítr­ónusneiðar ofan á og bakaði því næst í ofni í 15-20 mín­út­ur við 180 gráður.
  13. Færði svo yfir á disk og bar fram.
  14. Syk­ur­baun­irn­ar voru fljót­leg­ar, enda þurfa þær varla nokkra eld­un. Fyrst skár­um við lauk og hvít­lauk smátt og steikt­um upp úr smjöri áður en baun­un­um var bætt sam­an við. Steikt í nokkr­ar mín­út­ur og sett í skál. Saltað og piprað.
  15. Frumb­urður­inn minn, Val­dís Eik, fékk að sjá um sal­atið. Hún skolaði sal­atið og lagði á disk. Raðaði svo skornu græn­met­inu ofan á.
  16. Graskers­fræ­in voru ristuð á þurri pönnu áður en þeim var sáldrað yfir sal­atið.
  17. Hún gerði franska sal­at­dress­ingu fyr­ir sal­atið. Þrír hlut­ar jóm­frúarol­ía á móti ein­um hlut balsam­e­dik sem var svo bragðbætt með hálfu hvít­lauksrifi, einni te­skeið dijon, einni og hálfri te­skeið hlyns­írópi, og svo salti og pip­ar.
  18. Þessu var svo dreift yfir sal­atið.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert