Ryksugutrixin sem allir verða að kunna

Er möguleiki á að þú sért ekki að sinna ryksugunni …
Er möguleiki á að þú sért ekki að sinna ryksugunni nóg? mbl.is/ninalutz.com

Á meðan við sitj­um fyr­ir fram­an sjón­varpið hitt­ast ryk­hnoðrar í öll­um horn­um og para sig sam­an í ró­leg­heit­un­um. Og þegar við ætl­um að grípa til verka er stór mögu­leiki á því að vin­sæl­asta og þarf­asta hrein­lætis­tækið okk­ar á heim­il­inu, ryk­sug­an, sé ekki að fá þá at­hygli sem hún þarfn­ast.

Miklu meira en bara ryk­sugu­pok­inn
Ryk­sug­ur eru eitt besta verk­færið þegar kem­ur að gólfþrif­um og því nauðsyn­legt að skipta reglu­lega um poka. En það er eitt mik­il­vægt atriði í þessu – flest­ar ryk­sug­ur liggja niðri á fjór­um hjól­um og geta því teppt sog­kraft­inn til muna. Gott ráð er að lyfta ryk­sug­unni upp og leyfa henni að standa þannig á meðan hún er ekki í notk­un. Þá þjapp­ast inni­hald pok­ans niður í stað þess að loka fyr­ir.

Þrif á ryk­sugu
Við skipt­um um poka og hreins­um sí­una en það má einnig hafa í huga út­blást­ursrif­urn­ar við mótor­inn, sem blæs lofti frá vél­inni, þar má þurrka af. Eins þurf­um við að kíkja reglu­lega í rörið því þar geta hlut­ir fest auðveld­lega sem minnk­ar sog­kraft­inn í græj­unni. Munnstykkið á ryk­sug­unni er einnig fljótt að fyll­ast af hár­um og öðru eins og þá er upp­lagt að nota greiðu eða bursta til að losa það frá .

Fimm atriði til að hafa bak við eyrað:

  • Ryk­sug­an á að standa upp­rétt.
  • Skiptið um poka er hann fyll­ist.
  • Munið að hreinsa sí­una.
  • Fjar­lægið hluti sem fest­ast í rör­inu.
  • Hreinsið hár og annað frá munnstykk­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert