Kjötbollurnar sem sagðar eru betri en í IKEA

Sænskar kjötbollur eins og þær gerast bestar.
Sænskar kjötbollur eins og þær gerast bestar. mbl.is/Joe Lingeman

Við erum mögu­lega að sjá hér upp­skrift að sænsk­um kjöt­boll­um sem er betri en þú færð í IKEA, en þar þykja boll­urn­ar vera afar ljúf­feng­ar. Sam­kvæmt Ingvar Kamprad, stofn­anda versl­un­ar­inn­ar á eng­inn að versla á tóm­an maga og þannig hófst kjöt­bolluæv­in­týrið í þeirri versl­un.

Hér færðu dá­sam­lega upp­skrift að ekta sænsk­um kjöt­boll­um sem fjöl­skyld­an mun elska. Þú get­ur borið þær fram með kart­öflumús og sultu á kant­in­um eða jafn­vel eggjanúðlum, hrís­grjón­um og gufu­soðnu græn­meti – allt í boði.

mbl.is/​Joe Lingem­an

Kjötbollurnar sem sagðar eru betri en í IKEA

Vista Prenta

Sænsk­ar boll­ur betri en í IKEA (fyr­ir 6-8)

Kjöt­boll­ur:

  • 350 g nauta­hakk
  • 350 g svína­hakk
  • ¾ bolli brauðrasp
  • ¼ bolli mjólk
  • 1 stórt egg
  • 1 stór lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 tsk. kos­her-salt
  • ¼ tsk. múskat
  • ⅛ tsk. allspice-krydd

Sósa:

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 3 msk. hveiti
  • 2 boll­ar kjöt­kraft­ur
  • ½ bolli mat­reiðslur­jómi
  • Pip­ar

Aðferð:

Kjöt­boll­ur:

  1. Setjið öll hrá­f­efn­in í stóra skál og notið hend­urn­ar til að blanda öllu sam­an.
  2. Mótið boll­ur (sirka 2 msk. hver) og setjið á bök­un­ar­papp­ír.
  3. Hitið 1 msk. af olíu og 1 msk. af smjöri á pönnu á meðal­hita. Setjið helm­ing­inn af kjöt­boll­un­um út á pönn­una og brúnið á öll­um hliðum, sirka 8 mín­út­ur í heild­ina. Setjið boll­urn­ar til hliðar og end­ur­takið með rest­inni af ol­í­unni, smjör­inu og boll­un­um og leggið þær síðan til hliðar.

Sósa:

  1. Dreifið hveiti yfir fit­una á pönn­unni og skrapið fit­una upp með trés­leif. Hitið hveitið í 1 mín­útu og bætið þá kjöt­krafti út á pönn­una – pískið þar til bland­an byrj­ar að malla.
  2. Setjið kjöt­boll­urn­ar út á pönn­una ásamt öll­um saf­an­um sem hef­ur lekið á bök­un­ar­papp­ír­inn og eldið í 10 mín­út­ur. Leyfið þeim að malla á pönn­unni þar til eldaðar í gegn og sós­an hef­ur þykknað.
  3. Takið pönn­una af hit­an­um og bætið mat­reiðslur­jóm­an­um út á. Saltið og piprið eft­ir smekk.
  4. Berið fram fram með því meðlæti sem óskast.
mbl.is/​Joe Lingem­an
Hér eru bollurnar bornar fram með eggjanúðlum.
Hér eru boll­urn­ar born­ar fram með eggjanúðlum. mbl.is/​Joe Lingem­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert