Kjötbollurnar sem sagðar eru betri en í IKEA

Sænskar kjötbollur eins og þær gerast bestar.
Sænskar kjötbollur eins og þær gerast bestar. mbl.is/Joe Lingeman

Við erum mögulega að sjá hér uppskrift að sænskum kjötbollum sem er betri en þú færð í IKEA, en þar þykja bollurnar vera afar ljúffengar. Samkvæmt Ingvar Kamprad, stofnanda verslunarinnar á enginn að versla á tóman maga og þannig hófst kjötbolluævintýrið í þeirri verslun.

Hér færðu dásamlega uppskrift að ekta sænskum kjötbollum sem fjölskyldan mun elska. Þú getur borið þær fram með kartöflumús og sultu á kantinum eða jafnvel eggjanúðlum, hrísgrjónum og gufusoðnu grænmeti – allt í boði.

mbl.is/Joe Lingeman

Sænskar bollur betri en í IKEA (fyrir 6-8)

Kjötbollur:

  • 350 g nautahakk
  • 350 g svínahakk
  • ¾ bolli brauðrasp
  • ¼ bolli mjólk
  • 1 stórt egg
  • 1 stór laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk. kosher-salt
  • ¼ tsk. múskat
  • ⅛ tsk. allspice-krydd

Sósa:

  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 3 msk. hveiti
  • 2 bollar kjötkraftur
  • ½ bolli matreiðslurjómi
  • Pipar

Aðferð:

Kjötbollur:

  1. Setjið öll hráfefnin í stóra skál og notið hendurnar til að blanda öllu saman.
  2. Mótið bollur (sirka 2 msk. hver) og setjið á bökunarpappír.
  3. Hitið 1 msk. af olíu og 1 msk. af smjöri á pönnu á meðalhita. Setjið helminginn af kjötbollunum út á pönnuna og brúnið á öllum hliðum, sirka 8 mínútur í heildina. Setjið bollurnar til hliðar og endurtakið með restinni af olíunni, smjörinu og bollunum og leggið þær síðan til hliðar.

Sósa:

  1. Dreifið hveiti yfir fituna á pönnunni og skrapið fituna upp með trésleif. Hitið hveitið í 1 mínútu og bætið þá kjötkrafti út á pönnuna – pískið þar til blandan byrjar að malla.
  2. Setjið kjötbollurnar út á pönnuna ásamt öllum safanum sem hefur lekið á bökunarpappírinn og eldið í 10 mínútur. Leyfið þeim að malla á pönnunni þar til eldaðar í gegn og sósan hefur þykknað.
  3. Takið pönnuna af hitanum og bætið matreiðslurjómanum út á. Saltið og piprið eftir smekk.
  4. Berið fram fram með því meðlæti sem óskast.
mbl.is/Joe Lingeman
Hér eru bollurnar bornar fram með eggjanúðlum.
Hér eru bollurnar bornar fram með eggjanúðlum. mbl.is/Joe Lingeman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert