Eftirréttur sem gælir við bragðlaukana

Þessi kaka er algjör unaður.
Þessi kaka er algjör unaður. mbl.is/Victor Protasio

Ef það væri hægt að líkja eftirrétti við kynþokka, þá væri það þessi hér. Þú þarft ekki nema eina sneið til að vera fullnægð/ur og eftirbragðið mun leika um munninn. Í þessari uppskrift er hveiti algjör óþarfi svo kakan er líka glútenfrí.

Þokkalegur eftirréttur

  • 2 bollar + 2 msk. ósaltaðar pistasíuhnetur, ekki í skelinni
  • ¼ tsk. salt
  • 2 stór egg
  • ¼ bolli apríkósu-preserves
  • ¾ bollar matreiðslurjómi
  • 290 g dökkt súkkulaði, 70%
  • ¼ tsk. sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C. Spreyið pay-mót, sirka 23 cm, með bökunarspreyi.
  2. Setjið 2 bolla af pistasíuhnetum á bökunarpappír á bökunarplötu og ristið í ofni í 8 mínútur. Látið kólna í 15 mínútur og hækkið ofninn í 180°C.
  3. Setjið pistasíuhneturnar í matvinnsluvél og hakkið fínt í 1 mínútu. Saltið og setjið til hliðar í skál.
  4. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið svo saman við pistasíurnar. Pressið pistasíublöndunni í botninn á pay-mótinu og bakið í um 20 mínútur. Látið alveg kólna, sirka 30 mínútur.
  5. Dreifið apríkósu-preserve jafnt yfir botninn. Setjið matreiðslurjómann í lítinn pott og hitið að suðu. Hellið þá yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mínútu, hrærið samt í á meðan. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni yfir kökuna.
  6. Saxið restina af pistasíuhnetunum, 2 msk., og dreifið jafnt yfir kökuna ásamt sjávarsalti.
  7. Setjið í kæli í 2 tíma áður en borið er fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka