Ómótstæðilegar múffur með Dumle

Þessar múffur eru algjört dúndur.
Þessar múffur eru algjört dúndur. mbl.is/Madensverden.dk

Þær eru algjör sprengja þessar múffur sem við kynnum hér til leiks. Uppskriftin er einföld, hráefnið er eitthvað sem allir ættu að eiga í skúffunum heima og þær bragðast vel. Dumle-karamellurnar eru undirstaðan í þessari uppskrift sem getur ekki klikkað.

Ómótstæðilegar múffur með Dumle

  • 250 g hveiti
  • 25 g kakó
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. vanillusykur
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 150 g bráðið smjör
  • 250 g sykur
  • 2 egg
  • 12 Dumle

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita.
  2. Taktu fram 2 skálar. Settu hveiti í aðra ásamt kakó, lyftidufti, natron, vanillusykri, salti og hökkuðu súkkulaði. Í hina skálina skaltu hræra saman bráðnu smjöri við sykur og egg.
  3. Blandið smjörblöndunni saman við þurrblönduna þar til deigið verður slétt.
  4. Setjið góða matskeið af deigi í 12 muffinsform og leggið einn Dumle-mola í hvert form. Setjið því næst aftur góða matskeið af deigi yfir Dumle-molann. Deigið á að duga í 12 form, en það fer að sjálfsögðu eftir stærðinni á formunum.
  5. Setjið í ofn í 20 mínútur. Fylgist samt með hvort kökurnar séu búnar að fá nóg eða þurfa meiri tíma.
  6. Takið úr ofni og leyfið að standa í 15 mínútur áður en bornar fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka