Ketó-snakkbitar sem halda aukakílóunum fjarri

Ketó-bitar sem seðja alla löngun í sætindi.
Ketó-bitar sem seðja alla löngun í sætindi. mbl.is/Charlie Gillette

Þeir sem eru á ketó-mataræðinu vita að það er ör­lítið minna úr­val í boði en ann­ars hvað snakk varðar. En ekki ör­vænta því hér eru litl­ir gúr­mei bit­ar sem slökkva á allri löng­un í eitt­hvað annað sem kropp­ur­inn garg­ar á. Þeir eru allt sem þú get­ur hugsað þér og munu alls ekki bæta á þig nein­um auka­kíló­um.

Ketó-snakkbitar sem halda aukakílóunum fjarri

Vista Prenta

Litl­ir gúrme ketó-snakk­bit­ar

  • 6 beikonsneiðar, skorn­ar til helm­inga
  • Gúrka, skor­in í þunn­ar ræm­ur
  • 2 gul­ræt­ur, skorn­ar í þunn­ar ræm­ur
  • Avoca­do, skor­inn í bita
  • 115 g rjóma­ost­ur
  • Ses­am­fræ til skrauts

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C.
  2. Leggið álp­app­ír á bök­un­ar­plötu og  bök­un­ar­grind þar ofan á. Leggið bei­konið á grind­ina og bakið í 11-13 mín­út­ur þar til stökkt.
  3. Skerið gúrk­una, gul­ræt­urn­ar og avoca­do niður í svipaða stærð og bei­konið er á breidd­ina.
  4. Þegar bei­konið hef­ur kólnað ör­lítið, smyrjið það þá með rjóma­osti og dreifið græn­met­inu yfir.
  5. Rúllið upp og stráið ses­am­fræj­um yfir.
mbl.is/​Charlie Gill­ette
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert