Pizza eins og þú hefur aldrei smakkað hana

Þessi bomba mun seint gleymast.
Þessi bomba mun seint gleymast. mbl.is/Thecookierookie.com

Ef þú ert til í að breyta út af vananum með hina venjulegu föstudagspizzu, þá er þetta hérna eitthvað fyrir þig. Við erum að kynna til leiks pizzu, bökuð í eldföstu móti, með nóg af osti, sósu og pepperóní. En þetta er ekki allt og haltu þér nú fast, því pizzan er smurð með hvítlaukssmjöri áður en hún bakast í ofni. Ertu tilbúin/n í þessa bombu sem pizzan er?

Pizza eins og þú hefur aldrei smakkað hana

  • ¼ bolli ósaltað smjör
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1 msk. söxuð steinselja eða basilika
  • 4 bollar rifinn mozzarella
  • 460 g rjómaostur
  • ½ bolli parmesan
  • 1 msk. ítalskt krydd
  • ¾ tsk. rauð piparkorn, marin
  • ½ tsk. svartur pipar
  • ¾ bolli pizzasósa
  • 1 pakki pepperóní
  • Pizzadeig

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C og spreyið bökunarspreyi í eldfast mót.
  2. Takið fram skál og pískið saman bráðið smjör, hvítlauk og steinselju og setjið til hliðar.
  3. Takið fram stóra skál og blandið saman 2 bollum mozzarella, rjómaosti, ⅓ bolla parmesan, ítölsku kryddi, rauðum og svörtum pipar.
  4. Dreifið ostablöndunni jafnt yfir eldfasta mótið. Setjið pizzasósuna þar ofan á og stráið hinum 2 bollunum af mozzarella yfir. Setjið pepperóni sneiðar ofan á.
  5. Skiptið pizzadeiginu í jafn marga bita og pepperóni sneiðarnar og rúllið upp í litlar kúlur. Leggið ofan á pepperóníið.
  6. Penslið hverja kúlu með hvítlaukssmjörinu og stráið restinni af parmesan ostinum yfir.
  7. Bakið í 35-45 mínútur eða þar til pizzadeigið er orðið gyllt á lit eða eldað í gegn og pizza-sósu-blandan er heit í gegn.
  8. Leyfið að kólna í 10 mínútur áður en borið er fram.
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert