Töfrahúsráð Mörthu Stewart

Martha Stewart veit hvað hún syngur er kemur að matargerð.
Martha Stewart veit hvað hún syngur er kemur að matargerð. mbl.is/ffolas/shutterstock; s_bukley/shutterstock

Fólk er mis­hrifið af því að meðhöndla hvít­lauk þar sem lykt­in fest­ist á fingr­un­um svo ekki sé minnst á hýðið sem sit­ur fast á laukn­um eða byrj­ar að fljúga um allt eld­húsið.

Martha Stew­art var í þætt­in­um Today Show nú á dög­un­um þar sem hún deildi með áhorf­end­um aðferð hvernig best væri að flysja hvít­lauk án þess að snerta hann. Það eina sem þú þarft að draga fram eru tvær skál­ar!

Þú ein­fald­lega skell­ir hvít­laukn­um í aðra skál­ina og legg­ur hina ofan á og byrj­ar að hrista þær fram og til baka. Hér reyn­ir ör­lítið á upp­hand­legg­ina, en það má líta á þetta sem aukaæf­ingu fyr­ir suma.

Með því að kast­ast fram og til baka í skál­inni nudd­ast hýðið og losn­ar af. Þetta er að sjálf­sögðu ekki eina aðferðin til að losa hýðið af laukn­um, en er minna subbu­leg að mati Mörthu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert