Snarhollt og auðvelt pastasalat sem slær í gegn

Ekki bara girnilegt heldur rosalega fallegt líka.
Ekki bara girnilegt heldur rosalega fallegt líka. mbl.is/Nina Malling

Pasta­salöt eru hinn full­komni hvers­dags­mat­ur. Þau inni­halda sjaldn­ast mörg hrá­efni þó að út­kom­an sé oft­ast nær dá­sam­leg. Í þessu lit­ríka sal­ati er aðeins meira af græn­met­inu en past­anu, með dass af grísk­um sjarma sem full­komn­ar þetta sal­at.

Snarhollt og auðvelt pastasalat sem slær í gegn

Vista Prenta

Pasta­sal­at með dass af grísk­um sjarma (fyr­ir 4)

  • 300 g pasta
  • 3 msk. ólífu­olía
  • Safi af 1 sítr­ónu
  • ½ msk. þurrkað or­eg­anó
  • Salt og pip­ar
  • 200 g cherry-tóm­at­ar
  • 1 gúrka
  • 1 rauð papríka
  • 1 krukka kalamata-ólíf­ur
  • 1 krukka þistil­hjörtu í olíu
  • 1 dós kjúk­linga­baun­ir
  • 150 g fetakubb­ur
  • Hand­fylli fersk basilika

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og leyfið því aðeins að kólna.
  2. Hrærið ólífu­olíu, sítr­ónusafa, or­egano, salt og pip­ar sam­an og veltið past­anu upp úr blönd­unni.
  3. Skerið tóm­at­ana til helm­inga eða í báta. Skerið ag­úrk­una í skíf­ur.
  4. Hellið vökva frá ólíf­un­um og þistil­hjört­un­um og skolið kjúk­linga­baun­irn­ar und­ir vatni.
  5. Blandið öllu sam­an í stóra skál og myljið feta­ost yfir. Skreytið með ferskri basiliku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert