Beikon-koddar sem bráðna í munni

Mjúkir beikon-koddar með smjöri er allt sem þú þarft að …
Mjúkir beikon-koddar með smjöri er allt sem þú þarft að setja fókusinn á. mbl.is/Damndelicious.net

Hugsaðu þér mjúka „kodda“ með stökku bei­koni og chedd­ar osti, sem hálfpart­inn bráðna í munni – en það er akkúrat það sem við erum að bjóða upp á. Þess­ir eru best­ir nýbakaðir, en sum­ir kjósa að skera þá til helm­inga og smyrja með smjöri eða gefa þeim eina stroku á topp­inn. Vi­deo af upp­skrift­inni má finna hér.

Bei­kon-kodd­ar sem bráðna í munni

Vista Prenta

Bei­kon-kodd­ar sem bráðna í munni

  • 6 bei­kon sneiðar, skorið smátt
  • 4 boll­ar hveiti
  • 1 bolli chedd­ar ost­ur
  • ¼ bolli söxuð stein­selja
  • 4 tsk. lyfti­duft
  • 2 tsk. nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 1½ tsk. kos­her-salt
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. hvít­laukssalt
  • ¾ bolli ósaltað smjör, frosið
  • 1¾ bolli súr­mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 230°. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  2. Hitið stóra pönnu á meðal­hita. Steikið bei­konið þar til stökkt í 6-8 mín­út­ur. Setjið bei­konið á papp­ír og leyfið fit­unni að leka af.
  3. Takið fram stóra skál og blandið sam­an bei­koni, hveiti, ost, stein­selju, lyfti­dufti, pip­ar, salti, mat­ar­sóda og hvít­laukssalti.
  4. Rífið frosna smjörið niður með rif­járni og notið stærstu göt­in til þess. Setjið smjörið út í deigið.
  5. Bætið súr­mjólk út í deigið og blandið vel sam­an með sleif.
  6. Setjið deigið á hveit­i­stráð borðið og hnoðið ör­lítið sam­an og rúllið svo létti­lega út í sirka 3 cm þykk­an fer­hyrn­ing. Skerið út með hring­laga móti, 14-16 hringi og leggið á bök­un­ar­plöt­una. Setjið í frysti í 15 mín­út­ur.
  7. Takið deigið úr frysti og bakið í ofni í 14-17 mín­út­ur eða þar til gyllt­ar á lit.
  8. Berið fram nýbakað.
mbl.is/​Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert