Þetta vissir þú ekki um sykur

mbl.is/thedailystar.net

Syk­ur er sæt­ur og ætur – og frá­bær í svo margt annað en að maula á, til dæm­is þessi atriði sem við tók­um sam­an hér fyr­ir neðan.

Hreinsaðu kaffikvörn­ina
Til að hreinsa kaffikvörn­ina set­ur þú ein­fald­lega ¼ bolla af sykri í kaffikvörn­ina og læt­ur hana ganga í nokkr­ar mín­út­ur. Syk­ur­inn mun hreinsa kvörn­ina vel í gegn, en mundu bara að þrífa hana vel á eft­ir.

Köku­bakst­ur
Ef þú legg­ur nokkra syk­ur­mola ofan í loftþétt box eða köku­dós, munu bæði brauð og kök­ur hald­ast fersk í lengri tíma.

Ost­ur­inn lengi lifi
Þú færð ost­inn til að auka líf­tíma sinn í ís­skápn­um með því að leggja syk­ur­mola í ílátið sem þú geym­ir ost­inn í.

Grasgrænka
Grasgrænka get­ur reynst mörg­um for­eldr­um áskor­un í þvotta­hús­inu. Gott hús­ráð er að blanda sam­an sykri og heitu vatni þar til bland­an verður þykk og leggja á grasblett­inn. Látið þetta liggja á flík­inni í tíma eða tvo og þvoið svo sam­kvæmt leiðbein­ing­um. 

Sykur getur komið víða við á heimilinu, ekki bara í …
Syk­ur get­ur komið víða við á heim­il­inu, ekki bara í bakstri. mbl.is/​Claudi Thyr­restrup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert