Sex ástæður fyrir því að sleppa kaffidrykkju

Ertu koffín-fíkill?
Ertu koffín-fíkill? mbl.is/Panthermedia

Er fræðileg­ur mögu­leiki að sleppa góðum kaffi­bolla yfir dag­inn? Það er mun­ur á því hvort við drekk­um einn bolla yfir dag­inn eða sitj­um að sötri langt fram eft­ir degi. Hér eru nokkr­ar góðar ástæður sem við get­um haft bak við eyrað.

Kvíði
Koff­ín get­ur virkað mjög örv­andi á ákveðin horm­ón í lík­am­an­um sem get­ur ýtt und­ir kvíða og tauga­veiklun – eitt­hvað sem við vilj­um helst ekki upp­lifa.

Svefn
Ef þú slepp­ir koff­índrykkju fyr­ir hátta­tím­ann (í það minnsta 6 tím­um áður), þá muntu klár­lega sofa bet­ur og þar fyr­ir utan verður auðveld­ara fyr­ir þig að sofna. 

Tenn­ur
Kaffi og te inni­halda koff­ín sem geta litað tenn­urn­ar, sama gild­ir um koff­ín­ríka gos­drykki.

Horm­ón­ar
Án koff­íns nærðu betra horm­óna­jafn­vægi í lík­am­an­um en koff­ín get­ur haft áhrif á estrógenmagn hjá kon­um. Áhuga­verð rann­sókn frá ár­inu 2012 sýndi fram á að ef kon­ur drukku tvo bolla af kaffi á dag leiddi það til auk­inn­ar virkni estrógens í asísk­um kon­um en það lækkaði líti­lega hjá hvít­um kon­um. Áhuga­vert!

Blóðþrýst­ing­ur
Koff­ín get­ur aukið blóðþrýst­ing í lík­am­an­um sem er óþægi­leg líðan.

Þar fyr­ir utan..
Ef þú slepp­ir al­veg koff­índrykkju eru meiri lík­ur á að þú náir að nýta bet­ur önn­ur nær­ing­ar­efni í lík­am­an­um. Eitt­hvað gef­ur til kynna að koff­ín geti skemmt fyr­ir upp­töku kalsíum, járns og B-víta­míns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert