Steikarsalatið sem sérfræðingarnir sverja að sé stórkostlegt

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er eitt­hvað óút­skýr­an­lega gott við rétti sem þessa. Hér erum við með svo­kallað sal­at sem er samt sneysa­fullt af góm­sætu og bragðmiklu kjöti. 

Það er eng­in önn­ur en Berg­lind Guðmunds á GRGS.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld.

Steikarsalatið sem sérfræðingarnir sverja að sé stórkostlegt

Vista Prenta

Steik­ar­sal­atið sem sér­fræðing­arn­ir sverja að sé stór­kost­legt

  • 700 g lamba­kjöt
  • 2 tsk. hveiti
  • 1 ½ msk cum­in (ath ekki kúmen)
  • 90 ml dökk sojasósa, t.d. frá Blue dragon
  • 60 ml hrís­grjóna­e­dik, t.d. Rice vineg­ar frá Blue dragon
  • 1 msk. syk­ur
  • 2 eggald­in, skor­in í bita
  • salt og pip­ar
  • 60 ml græn­met­isol­ía
  • 2 cm ferskt engi­fer, skorið í þunna strimla
  • 3 rauð chillí, fræhreinsuð og smátt söxuð
  • 1 búnt vor­lauk­ar, skorn­ir smátt
  • ½ búnt ferskt kórí­and­er, saxað

Aðferð:

Skerið lamba­kjötið í bita og þerrið. Setjið í skál og bætið hveiti, 1 msk af cum­in, helm­ing af sojasós­unni, helm­ing af hrís­grjóna­e­dik­inu og sykri. Blandið vel sam­an og mar­in­erið í amk 30 mín­út­ur.

Skerið eggald­in niður í bita og setjið í skál ásamt af­gang­in­um af cum­inkrydd­inu og salti.

Hellið helm­ing af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið eggald­in í um 5 mín­út­ur við háan hita og hrærið af og til í blönd­unni eða þar til eggald­inið er farið að brún­ast.

Bætið engi­fer og 1 msk af sojasósu sam­an við og steikið í nokkr­ar mín­út­ur til viðbót­ar.

Takið af pönn­unni og þerrið. Geymið.

Hitið pönn­una og bætið þá af­gang­in­um af ol­í­unni þar á.

Steikið kjötið í þrem­ur hlut­um á pönn­unni. Í um 2 mín­út­ur á hvorri hlið. End­ur­takið með af­gang­inn af kjöt­inu.

Þerrið kjötið og hellið um helm­ing af ol­í­unni af pönn­unni.

Setjið allt kjötið aft­ur á heita pönn­una ásamt eggald­in, sojasósu, ed­iki, chilí, vor­lauk og kórí­and­er og veltið sam­an í nokkr­ar mín­út­ur. Setjið á disk og berið fram.

mbl.is/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert