Brauðið sem mun breyta lífi þínu

Nýbakað er alltaf best.
Nýbakað er alltaf best. mbl.is/Spisbedre.dk

Þetta er upp­skrift­in sem þú þarft að baka fyr­ir fjöl­skyld­una því hún mun þakka þér vel og lengi fyr­ir það. Ný­bökuð brauð slá alls staðar í gegn, enda erfitt að stand­ast slíkt með þeim áleggj­um sem hug­ur­inn girn­ist.

Brauðið sem mun breyta lífi þínu

Vista Prenta

Brauðhleif­ur með epl­um og hesli­hnet­um

  • 12 ½ g ger
  • 2 ½ dl súr­mjólk
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. hun­ang
  • 1 epli
  • 50 g hesli­hnetukjarn­ar
  • 100 g gróft heil­hveiti
  • 300 g sigtað heil­hveiti

Skraut:

  • 1 epli

Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í súr­mjólk­ina í skál. Bætið salti og hun­angi út í.
  2. Skolið eplið, fjar­lægið kjarn­ann úr því og skerið í ten­inga. Saxið hesli­hnet­urn­ar. Hrærið epl­inu og hesli­hnet­un­um út í ger­blönd­una ásamt grófa hveit­inu. Látið blönd­una standa í skál­inni í 15 mín­út­ur.
  3. Setjið sigtaða hveitið smám sam­an út í skál­ina og hnoðið vel sam­an á borði. Leggið deigið aft­ur í skál­ina og leggið hreint og rakt viska­stykki yfir. Látið hef­ast í um það bil tvo tíma á köld­um stað.
  4. Sláið deigið niður á borðið og formið í brauðhleif. Leggið deigið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  5. Skolið seinna eplið, skerið í þunn­ar skíf­ur og legið yfir brauðið.
  6. Setjið raka viska­stykkið nú yfir brauðið og leyfið því að tvö­falda stærð sína við stofu­hita í 45 mín­út­ur.
  7. Hitið ofn­inn á 200°C. Bakið brauðið í ofni í um það bil 30 mín­út­ur. At­hugið hvort það sé bakað í gegn með því að banka und­ir það með fingr­in­um – það á að hljóma holt að inn­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert