Ertu ekki örugglega með þessi þvottaráð á hreinu?

Ertu að þvo föt og tuskur á réttu hitastigi?
Ertu að þvo föt og tuskur á réttu hitastigi? mbl.is/Colourbox/Free

Þegar við setj­um föt í vél­ina er ekki nóg að henda ullar­föt­um og silkiskyrt­um á sama pró­gram og stilla á 40°C.

Meg­in­regl­an er sú að allt sem notað er á baðher­berg­inu og í eld­hús­inu á að fara í 60°C þvott. Það sama gild­ir um und­ir­föt og sæng­ur­ver. Ann­ars er hætta á að óþarfa bakt­erí­ur fari að hreiðra um sig.

Þótt þvotta­efni séu áhrifa­rík og nái blett­um vel úr þá er ekk­ert samasem­merki milli þess og að losna við bakt­erí­ur. Þar er hit­inn lyk­il­atriði og þess vegna er mik­il­vægt að þvo á hærra hita­stigi - sér­stak­lega ef veik­indi eru á heim­il­inu eins og maga­k­veis­ur eða álíka. Alls alls ekki þvo skít­ug­ar nær­bux­ur með tusk­um og klút­um á lágu hita­stigi því það býður hætt­unni heim.

En við skul­um nú ekki missa okk­ur í ein­hverri væn­i­sýki held­ur vera meðvituð um þetta.

Að lok­um er rétt að minna á að hafa sápu­skúff­una á þvotta­vél­inni opna og eins hurðina, til að ekk­ert fari að grass­era fyr­ir lukt­um dyr­um. Því ef vél­in er far­in að gefa frá sér súra lykt get­ur verið að við séum búin að fóðra bakt­erí­urn­ar vel. Gott ráð er að setja ed­ik­sýru í vél­ina og keyra hana tóma á suðupró­grammi.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert