Sjúklegt kartöflusalat með sultuðum rauðlauk

Kartöflusalat með sultuðum lauk er algjört sælgæti.
Kartöflusalat með sultuðum lauk er algjört sælgæti. mbl.is/John Bendtsen

Kart­öflu­sal­at er hið full­komna meðlæti á veislu­borðið eða sem létt­ur rétt­ur þegar fjöl­skyld­an kem­ur sam­an og hitt­ist í bröns. Við sögðum frá því um dag­inn hvernig ætti að sulta rauðlauk og er upp­skrift­ina að finna hér að neðan.

En í þess­ari upp­skrift er önn­ur út­færsla af sultuðum lauk sem er al­veg ótrú­lega góm­sæt­ur á hvaða mat sem hann snert­ir – eins og þetta kart­öflu­sal­at. Það má vel gera lauk­inn deg­in­um áður en hann er sett­ur í sal­atið.

Sjúklegt kartöflusalat með sultuðum rauðlauk

Vista Prenta

Sæl­gæt­issal­at með kart­öfl­um og sultuðum rauðlauk

Sultaður rauðlauk­ur:

  • 3 rauðlauk­ar
  • 1 dl edik
  • 100 g syk­ur
  • 1 tsk. salt

Kart­öflu­sal­at:

  • 800 g nýj­ar kart­öfl­ur
  • 1 búnt púrr­lauk­ur
  • ¾ dl ólífu­olía
  • 1 msk. dijons­inn­ep
  • Hafsalt og fersk­ur pip­ar

Aðferð:

Sultaður rauðlauk­ur:

  1. Takið utan af laukn­um og skerið hann í sneiðar.
  2. Sjóðið edik, syk­ur og salt í potti. Þegar syk­ur­inn hef­ur leyst upp set­ur þú lauk­inn út í og leyf­ir hon­um að sjóða í 1 mín­útu.
  3. Takið pott­inn af hit­an­um og látið lauk­inn kólna í ed­ik­blönd­unni í pott­in­um.

Kart­öflu­sal­at:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar og flysjið. Pressið létti­lega á þær með gaffli.
  2. Hakkið púrr­lauk­inn fínt og veltið hon­um sam­an við kart­öfl­urn­ar. Geymið smá­veg­is af laukn­um til að skreyta.
  3. Hrærið olíu við sinn­epið og kryddið með salti og pip­ar. Blandið sam­an við kart­öfl­urn­ar.
  4. Setjið kart­öfl­urn­ar í skál eða á fat og hellið sultuðum lauk yfir (jafn­vel ör­litlu af ed­ik­inu með).
  5. Stráið púrr­lauk yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert