Brie-samloka með beikoni

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Oft þarf al­veg merki­lega lítið til að lífið verði full­komið. Þessi sam­loka er ná­kvæm­lega eitt af því sem oft þarf til og þarf ekki meira til. Það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld. Njótið vel!

Brie-samloka með beikoni

Vista Prenta

Brie-sam­loka með bei­koni

Miðað er við fjór­ar sam­lok­ur úr neðan­greind­um hrá­efn­um

  • 1 x Dala brie-ost­ur
  • gróft súr­deigs­brauð
  • 1 x bei­kon­bréf
  • kletta­sal­at
  • tvö lít­il avóka­dó
  • gróft salt
  • trufflus­inn­ep eða pestó

Aðferð:

  1. Steikið bei­konið í ofni þar til stökkt og leggið til hliðar.
  2. Ristið brauðsneiðarn­ar í sam­lokugrilli.
  3. Raðið sam­lok­unni sam­an: Fyrst trufflus­inn­ep eða pestó (það má líka sleppa því að hafa nokkra sósu) síðan kletta­sal­at, avóka­dó, Dala­brie, bei­kon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert