Fallegasta kakan á netinu í dag

Guðdómlega falleg kaka.
Guðdómlega falleg kaka. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi kaka er ein af þess­um kök­um sem fá mann hrein­lega til að súpa hvelj­ur af hrifn­ingu og langa til að skella í eina köku í snar­hasti. Þessi dökka súkkulaðikaka með skær­bleik­um gljáa er það fal­leg­asta sem þú sérð á net­inu í dag.

Í bleiku yf­ir­haln­ing­una er notað Pink Pitaya-duft sem er 100% nátt­úru­legt og unnið úr bleik­um dreka ávöxt sem vex víðs veg­ar um Asíu og Suður-Am­er­íku. Duftið ger­ir ekki bara kök­una fal­legri að lit held­ur eyk­ur það líka holl­ust­una þar sem ávöxt­ur­inn inni­held­ur mikið magn af trefj­um, andoxun­ar­efn­um, B- og C-víta­mín­um, kalsíum, magnesí­um og járni.

Fallegasta kakan á netinu í dag

Vista Prenta

Fal­leg­asta kak­an á net­inu í dag

  • 1 bolli bruggað kaffi
  • ¾ bolli dökkt kakó
  • 2 msk. espresso duft
  • 2¼ bolli syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 2½ tsk. lyfti­duft
  • 2 stór egg
  • 1 stór eggj­ar­auða
  • 1¼ bolli súr­mjólk
  • 1 bolli repju­olía
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2½ bolli hveiti

Gljái:

  • 1½ bolli flór­syk­ur
  • 1 msk. pink pitaya-duft
  • 100 g mjólk

Aðferð:

Súkkulaðikaka:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C. Smyrjið og stráið hveiti inn í köku­form.
  2. Setjið kaffi, kakó og espresso-duft á pönnu og hitið á meðal­hita að suðu. Hrærið vel í á meðan og setjið til hliðar.
  3. Takið fram skál og mixið sam­an sykri, salti, lyfti­dufti og eggj­um þar til allt vel blandað. Bætið þá við súr­mjólk­inni og olíu og haldið áfram að hræra í 1-2 mín­út­ur, og skrapið hliðarn­ar eft­ir þörf­um.
  4. Bætið hveiti út í og haldið áfram að þeyta á meðal hraða í 2 mín­út­ur. Bætið þá kaffi-kakó blönd­unni út í og þeytið í 3 mín­út­ur til viðbót­ar. Setjið deigið í formið og bakið í 60 mín­út­ur eða þar til kak­an er bökuð í gegn. Leyfið henni al­veg að kólna áður en gljá­inn er sett­ur á.

Gljái:

  1. Pískið öll hrá­efn­in sam­an og hellið yfir kök­una. Skreytið jafn­vel með gyllt­um flög­um.
Vígaleg að sjá áður en gljáinn er settur á.
Víga­leg að sjá áður en gljá­inn er sett­ur á. mbl.is/​Howsweeteats.com
Gljáinn er búinn til úr pink pitaya-dufti sem unnið er …
Gljá­inn er bú­inn til úr pink pitaya-dufti sem unnið er úr dreka­á­vexti. mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert