Fallegasta kakan á netinu í dag

Guðdómlega falleg kaka.
Guðdómlega falleg kaka. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi kaka er ein af þessum kökum sem fá mann hreinlega til að súpa hveljur af hrifningu og langa til að skella í eina köku í snarhasti. Þessi dökka súkkulaðikaka með skærbleikum gljáa er það fallegasta sem þú sérð á netinu í dag.

Í bleiku yfirhalninguna er notað Pink Pitaya-duft sem er 100% náttúrulegt og unnið úr bleikum dreka ávöxt sem vex víðs vegar um Asíu og Suður-Ameríku. Duftið gerir ekki bara kökuna fallegri að lit heldur eykur það líka hollustuna þar sem ávöxturinn inniheldur mikið magn af trefjum, andoxunarefnum, B- og C-vítamínum, kalsíum, magnesíum og járni.

Fallegasta kakan á netinu í dag

  • 1 bolli bruggað kaffi
  • ¾ bolli dökkt kakó
  • 2 msk. espresso duft
  • 2¼ bolli sykur
  • 1 tsk. salt
  • 2½ tsk. lyftiduft
  • 2 stór egg
  • 1 stór eggjarauða
  • 1¼ bolli súrmjólk
  • 1 bolli repjuolía
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2½ bolli hveiti

Gljái:

  • 1½ bolli flórsykur
  • 1 msk. pink pitaya-duft
  • 100 g mjólk

Aðferð:

Súkkulaðikaka:

  1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið og stráið hveiti inn í kökuform.
  2. Setjið kaffi, kakó og espresso-duft á pönnu og hitið á meðalhita að suðu. Hrærið vel í á meðan og setjið til hliðar.
  3. Takið fram skál og mixið saman sykri, salti, lyftidufti og eggjum þar til allt vel blandað. Bætið þá við súrmjólkinni og olíu og haldið áfram að hræra í 1-2 mínútur, og skrapið hliðarnar eftir þörfum.
  4. Bætið hveiti út í og haldið áfram að þeyta á meðal hraða í 2 mínútur. Bætið þá kaffi-kakó blöndunni út í og þeytið í 3 mínútur til viðbótar. Setjið deigið í formið og bakið í 60 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið henni alveg að kólna áður en gljáinn er settur á.

Gljái:

  1. Pískið öll hráefnin saman og hellið yfir kökuna. Skreytið jafnvel með gylltum flögum.
Vígaleg að sjá áður en gljáinn er settur á.
Vígaleg að sjá áður en gljáinn er settur á. mbl.is/Howsweeteats.com
Gljáinn er búinn til úr pink pitaya-dufti sem unnið er …
Gljáinn er búinn til úr pink pitaya-dufti sem unnið er úr drekaávexti. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka