Kourtney Kardashian deilir uppáhalds uppskriftinni sinni

Syndsamlegur brownie draumur Kris Jenner.
Syndsamlegur brownie draumur Kris Jenner. mbl.is/Ivan Solis

Elsta Kar­dashi­an syst­ir­in deil­ir vin­sælu brownie upp­skrift móður sinn­ar, Kris Jenner, á síðunni sinni poosh.com. En þessi upp­skrift þykir sú allra besta.

Kris hef­ur bakað þess­ar súkkulaðisynd­ir í mörg ár og Kourt­ney hef­ur nú tekið við kefl­inu og bak­ar þær fyr­ir börn­in sín. Hún hef­ur þó ör­lítið breytt upp­skrift­inni sem nú er glút­en frí og án allra mjólkuraf­urða - en Kourt­ney tók allt slíkt út úr mataræði heim­il­is­ins fyr­ir þrem­ur árum síðan.

Það besta við þessa upp­skrift er að und­ir­bún­ing­ur og bakst­ur tek­ur ekki nema um 35 mín­út­ur og út­kom­an verður 30 brownies sem þú munt elska.

Kourtney Kardashian deilir uppáhalds uppskriftinni sinni

Vista Prenta

Súkkulaðisynd Kris Jenner

  • 150 g súkkulaði
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 4 egg
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 boll­ar syk­ur
  • 1 bolli hveiti
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 bolli hakkaðar hnet­ur
  • 340 g súkkulaðidrop­ar 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 160°C.
  2. Setjið súkkulaði og smjör sam­an  í skál og hitið í ör­bylgju, hrærið í og setjið til hliðar.
  3. Blandið sam­an í mat­vinnslu­vél eggj­um og vanillu­drop­um og bætið var­lega sykri, hveiti, lyfti­dufti og salti þar til bland­an verður slétt.
  4. Bætið þá brædda súkkulaðismjör­inu út í var­lega og blandið sam­an.
  5. Því næst koma hnet­urn­ar og súkkulaðidrop­arn­ir út í blan­ar­ann, og passið að setja eitt hrá­efni í einu.
  6. Smyrjið blönd­unni í smurt form og bakið í 20-25 mín­út­ur eða þar til bakað í gegn.
  7. Látið kólna og skerið í bita. Stráið flór­sykri yfir ef vill.
Allt sem til þarf í góða köku.
Allt sem til þarf í góða köku. mbl.is/​Ivan Soli
Mæðgurnar Kris Jenner og Kourtney Kardashian.
Mæðgurn­ar Kris Jenner og Kourt­ney Kar­dashi­an. mbl.is/​Steve Granitz_WireIma­ge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert