Steikin sem smellpassar með sósunni

mbl.is/María Gomez

Steik­in hér pass­ar ein­stak­lega vel við sós­una sem við vor­um að birta. Við erum að tala um frá­bæra steik með ofn­bökuðu rót­argræm­neti.

Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa upp­skrift og hafi hún ævar­andi þökk fyr­ir.

mbl.is/​María Gomez

Steikin sem smellpassar með sósunni

Vista Prenta

Ofn­bakað græn­meti

  • 1 stór bök­un­ar­kartafla

  • 1 stór sæt kart­afla

  • 1 stór gul­rót

  • 1 rauðlauk­ur

  • 1 græn paprika

  • Ólífu­olía

  • Rós­marín

  • salt

  • pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið allt græn­metið smátt niður og setjið á bök­un­ar­plötu með smjörpappa

  2. Hellið olíu vel yfir allt græn­metið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rós­marín

  3. Nuddið nú öllu vel sam­an og bakið við 190°C blást­ur í eins og 1 klst

mbl.is/​María Gomez
Prenta

Lamba­lærið

  • 2 kg lamba­læri (stærð fer samt eft­ir fjölda)

  • Salt og pip­ar

  • Bezt Á Lambið kryddið

  • Fersk­ar grein­ar af tim­i­an

Aðferð

  1. Byrjið á að salta og pipra lambið vel all­an hring­inn bæði und­ir og yfir

  2. Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir (passið að setja samt ekki of mikið)

  3. Að lok­um strái ég yfir blöðum af fersku tim­i­an en má sleppa

  4. Bakið í ofni við 200°C blást­ur í 1-1,5 klst eft­ir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið

mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert