Hver á að borga reikninginn?

Deilir þú reikningnum með vinunum eða kemur þú þér undan …
Deilir þú reikningnum með vinunum eða kemur þú þér undan því að borga? mbl.is/Shutterstock

Þú ert úti að borða með vina­hópn­um og eft­ir frá­bært kvöld er tími til að borga fyr­ir mat og drykk, en hver borg­ar?

Venj­an hér á landi sem og í Þýskalandi, Kan­ada og Nor­egi, er að hver og einn borg­ar fyr­ir sig. Á Ítal­íu máttu bú­ast við því að þurfa að borga all­an brús­ann ef þú átt af­mæli sem er oft­ast öf­ugt hér á landi, þar sem borgað er fyr­ir af­mæl­is­barnið.

Í Kína, á Fil­ipps­eyj­um og Indlandi er vel við hæfi að skipta reikn­ing­um nema þegar eldri borg­ari er í hópn­um eða par, þá mega þau bú­ast við því að borga fyr­ir alla hina líka.

Ástr­al­ar taka ann­an pól í hæðina og það er yf­ir­leitt sá sem þénar mest­an pen­ing sem býðst til að splæsa fyr­ir kvöldið.

Í lönd­um á við Mexí­kó, Taí­land, Spán, Skot­land, Kól­umb­íu og Egypta­land tíðkast það (ekki alltaf samt) að sá sem stakk upp á því að borða sam­an muni einnig borga brús­ann. Á meðan fólk á Írlandi og í Líb­anon er til­búið til slags­mála um hver eigi að borga reikn­ing­inn – og þar kem­ur alls ekki á óvart að fólk finni ýms­ar leiðir til að koma sér út úr mál­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert