Steikt bleikja með jógúrtsósu, brokkólí og blómkáli

mbl.is/Fiskur í matinn

Það er eng­inn ann­ar en Leif­ur Kol­beins á La Prima­vera sem á þessa upp­skrift. Hér erum við að tala um als­lemmu svo ekki sé fast­ar að orði kveðið. Bleikj­an stend­ur auðvitað alltaf fyr­ir sínu og þetta meðlæti er al­gjör­lega upp á tíu!

Steikt bleikja með jógúrtsósu, brokkólí og blómkáli

Vista Prenta

Steikt bleikja með jóg­úrtsósu, brenndu spergilkáli og blóm­káli

  • 800 g bleikja

Jóg­úrtsósa

  • 200 ml grísk jóg­úrt
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • Safi úr ½ sítr­óna
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 knippi graslauk­ur

Græn­meti

  • Spergilkál
  • Blóm­kál

Aðferð:

Jóg­úrtsósa: Blandið öllu vel sam­an og geymið í kæli (geym­ist vel í 24 tíma).

Græn­meti og bleikja: Skerið spergilkál og blóm­kál í álíka stóra knúppa, setjið í eld­fast mót og dassið yfir með ólífu­olíu og kryddið með salti og pip­ar. Bakið í vel heit­um ofni í u.þ.b. 1520 mín. Þegar græn­metið er langt komið er bleikj­an steikt á vel heitri pönnu í u.þ.b. 23 mín. á hvorri hlið. Krydduð með salti og pip­ar. Sett á fat ásamt brennda græn­met­inu og bor­in fram með jóg­úrtsós­unni. 

Upp­skrift­in er feng­in hjá Fisk­ur í mat­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert