Trump er því ekki mikið að spá í heilsuna eins og þekkt er en subbumatur er í miklu uppáhaldi hjá honum - svo mjög reyndar að hann tekur hann fram yfir fínni mat þegar kostur gefst. Hann drekkur jafnframt mikið af gosi og er almennt séð fremur slök fyrirmynd þegar kemur að heilsusamlegu líferni.
Já, þú trúir því kannski ekki en herra Trump elskar skyndibita. Á fjölmiðlaráðstefnu hér um árið ljóstraði hann því upp fyrir öllum að hann fái sér reglulega McDonalds.
mbl.is/Shutterstock
Þar sem McDonalds leiðir hópinn mun KFC koma fast á eftir. Það fór ekki fram hjá neinum þegar forseti Bandaríkjanna birti mynd af sér sjálfum á Twitter, um borð í einkaflugvél með KFC við hönd.
mbl.is/Shutterstock
„Hann vill hafa steikina sína vel eldaða,“ að sögn Anthony Senecal, einkaþjóns Trump. Það eru eflaust einhverjir sem eru ekki sammála 45. forseta Bandaríkjanna í þessu máli og telja það vera sóun á góðu kjöti.
mbl.is/Shutterstock
Að sögn Donald Trump hefur hann aldrei smakkað áfengi. Eldri bróðir hans, Fred Trump, lést einungis 41 árs úr alkóhólisma og því hefur hann látið það ósnert. En það eru ekki allir á sama máli því sést hefur til Donald´s Trump sötra rauðvín á SÞ-fundi. Og það væri svo ólíkt honum að ljúga – svo hverju eigum við að trúa?
mbl.is/Shutterstock
Já við erum komin aftur í skyndbitann! En Trump sagði í viðtali að hann elski skyndibita því það tekur stuttan tíma að fá hann afhentan – eftir að maður á hans vegum var sendur í bílalúguna á Burger King til að ná í mat fyrir hann og starfsfólkið hans á meðan kosningabaráttan stóð yfir.
mbl.is/Shutterstock
Hver elskar pizzu? Við og Donald Trump! Hann fer þó sérstakar leiðir hvað pizzuát varðar því hann skrapar allt áleggið af pizzunni og borðar það – skilur svo botninn eftir á diskinum.
mbl.is/Shutterstock
Það var í sjónvarpsþætti hjá Mörthu Stewart sem Trump viðurkenndi að kjötsamloka væri í miklu uppáhaldi hjá honum.
mbl.is/Shutterstock
Með einhverju þarf maðurinn að skola niður öllum þessum mat og við erum ekki að tala um vatn. En það var The New York Times sem gaf út að Trump drekki að minnsta kosti tíu lítra af Diet Coke daglega, en þó drykkurinn sé diet, er þetta aðeins of mikið.
mbl.is/Shutterstock
Hann er ekki mikið fyrir að borða morgunmat. En ef hann fær sér slíkan munað, þá er það yfirleitt egg, beikon eða morgunkorn.
mbl.is/Shutterstock