Er svefnstellingin að koma upp um þig?

Svefn er það besta sem við fáum en svefnstellingar okkar …
Svefn er það besta sem við fáum en svefnstellingar okkar geta verið misjafnar. mbl.is/Panthermedia

Það er magnað hversu ólíkt fólk er varðandi svefn­stell­ing­ar. Mörg okk­ar eiga það til að snúa okk­ur marga hringi á nótt­inni á meðan aðrir vakna í sömu stell­ingu og þeir sofnuðu í. En hvað seg­ir stell­ing­in okk­ur um mat­ar­venj­ur okk­ar?

Pró­fess­or nokk­ur hef­ur rann­sakað svefn­venj­ur manna. Hann hef­ur skipt svefn­venj­um upp í sex mis­mun­andi stell­ing­ar sem eiga að end­ur­spegla mat­ar­venj­ur okk­ar sem er afar for­vitni­legt - en niður­stöðurn­ar má sjá nán­ar hér fyr­ir neðan. 

Í hvaða stell­ingu sef­ur þú á nótt­unni? 

Fóst­ur­stell­ing­in
Þeir sem sofa í þess­ari stell­ingu eru oft­ast með harðan skráp en mjúk­ir og viðkvæm­ir að inn­an. Viðkom­andi get­ur verið feim­inn við fyrstu kynni en slak­ar fljótt á. Það eru fleiri kon­ur en karl­menn sem sofa í þess­ari stell­ingu. Súp­ur eru í miklu upp­á­haldi hjá þess­ari týpu sem og pot­trétt­ir. 

Kross­fisk­ur­innn
Hér sef­ur viðkom­andi með báðar hend­ur fyr­ir ofan höfuð og held­ur ef til vill utan um kodd­ann. Þess­ar per­són­ur eru góðir vin­ir vina sinna sem hlusta á vanda­mál annarra og bjóða fram aðstoð sína eft­ir þörf­um. Kross­fisk­arn­ir eru þó ekki mikið fyr­ir at­hygli og vilja frem­ur ein­fald­an en bragðsterk­an mat.

Tindát­inn
Þessi stell­ing seg­ir sig sjálf – hér ligg­ur viðkom­andi á bak­inu með hend­ur meðfram síðum. Ró­lega týp­an sem er ekki fyr­ir mik­inn asa og hef­ur háar vænt­ing­ar til sín sjálfs og ann­ara. Heiðarleg steik er mjög vin­sæl hjá tindát­an­um sem og spaghetti.

Betl­ar­inn
Þeir sem sofa á hliðinni með hand­legg­inn beint út á hlið frá brjósti. Þess­ar per­són­ur eru opn­ar en geta líka verið grun­sam­leg­ar. Þau eiga erfitt með að taka ákv­arðanir, en þegar ákvörðun er tek­in er mjög ólík­legt að viðkom­andi breyti um skoðun. Subbu­fæði er í sér­stöku upp­á­haldi hjá þess­ari týpu. 

Sú læsta
Í þessu til­viki sef­ur aðil­inn á hliðinni með báðar hend­ur niður með síðum. Þessi per­sóna er fé­lags­lynd og vill vera ein af hópn­um. Þau stóla á ókunn­uga og geta verið pínu barna­leg. Í upp­á­haldi er mat­ur sem hægt er að deila og er frem­ur bragðmik­ill en þó ekki mjög sterk­ur. 

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert