Þrjár ketóvænar beikonsprengjur

Beikon bragðast undurvel á flestallan mat.
Beikon bragðast undurvel á flestallan mat. mbl.is/Shutterstock

Bei­kon bragðast eig­in­lega bet­ur en allt annað og er svo skemmti­legt hrá­efni að nota. Það má út­færa bei­kon á svo ótal vegu og alltaf slær það í gegn. Við höf­um deilt með ykk­ur upp­skrift­um að bei­kon­vöfðum asp­as sem er hið full­komna ketó-snakk, en hér koma þrjár út­færsl­ur af smá­rétt­um sem inni­halda bei­kon.

Bei­kon­vafðar rækj­ur

  • Hitið ofn­inn í 230°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um ris­arækju.
  • Setjið á bök­un­ar­papp­ír á rist og bakið í ofni í 10-15 mín­út­ur, eða þar til rækj­an er elduð í gegn og bei­konið orðið stökkt.

Bei­kon­vafið avoca­do

  • Hitið ofn­inn í 220°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um sneið af avoca­do.
  • Setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og bakið í 14 mín­út­ur.

Bei­kon­vafðar döðlur

  • Hitið ofn­inn í 200°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um eina döðlu.
  • Setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og bakið í 15 mín­út­ur og snúið einu sinni á leiðinni.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka