Ferskt pasta með brokkolí og möndlum

Við elskum svona rétti sem taka einungis 10 mínútur í …
Við elskum svona rétti sem taka einungis 10 mínútur í framkvæmd. mbl.is/Anders Schønnemann

Ef þú ert til í ferskt pasta og auðvelda matargerð, þá erum við með réttu uppskriftina fyrir þig. Þó að hráefnin séu fá, þá munu bragðlaukarnir ekki kvarta. Hér er tilvalið að nota ferskt pappardelle pasta og það munu ekki líða meira en 10 mínútur frá því að þú kveiktir undir pottinum þar til rétturinn er komin á borðið. Við fáum aldrei nóg af pastaréttum sem þessum með haug af parmesan á toppnum.

Ferskt pasta með brokkolí og möndlum (fyrir 4)

  • 300 g brokkolí
  • ½ dl ólífuolía
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • ¼ rauður chili
  • 300 g pappardelle ferskt pasta
  • 25 g möndlur
  • Nýrifinn parmesan

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og hitið að suðu, saltið smá.
  2. Skerið brokkolí í litla bita.
  3. Hellið ólífuolíu á pönnu og setjið hvítlaukinn í heilu lagi og chilíinn á pönnuna – látið malla í 1-2 mínútur á lágum hita þannig að olían drekki í sig bragðið af lauknum og chili.
  4. Takið hvítlauk og chili af pönnunni og setjið brokkolíbitana út á pönnuna. Steikið á háum hita upp úr olíunni í 1-2 mínútur þannig að það taki lit.
  5. Sjóðið pastað og hellið vatninu af. Setjið pastað út á pönnuna með brokkolíinu og veltið upp úr möndlunum.
  6. Kryddið með salti og pipar og setjið haug af nýrifnum parmesan yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert